Sjálfboðavinna starfsmanna

 

Leggjum hönd á plóg

Starfsmenn Alcoa eru hvattir til þess að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi við samfélagsverkefni af ýmsu tagi. Alcoa hefur sett á laggirnar þrjú alþjóðleg verkefni sem hafa þann tilgang að liðsinna frjálsum félagasamtökum og þjónustustofnunum. Starfsmenn Alcoa um allan heim taka þátt í þessum verkefnum.

 

Í október ár hvert stendur Alcoa fyrir alþjóðlegu átaki þar sem starfsmenn eru hvattir til að leggja frjálsum félagasamtökum og opinberum þjónustustofnunum í nágrannabyggðum fyrirtækisins lið. Starfsmennirnir vinna þá í mismunandi stórum hópum að ákveðnum verkefnum sem hafa að markmiði að bæta lífsgæði þeirra sem búa á starfssvæðum Alcoa fyrirtækjanna. 

 

Alcoa Fjarðaál tók þátt í þessu verkefni í fyrsta sinn haustið 2006, en þá settu sjálfboðaliðar upp girðingu við leikskóla á Eskifirði, hreinsuðu strandlengjuna næst álverinu og lagfærðu aðstöðu Hestamannafélagsins Freyju á Eskifirði. Haustið 2007 merktu starfsmenn Fjarðaáls göngu- og hjólreiðastíga, máluðu gangbrautir og fegruðu á ýmsan annan hátt umhverfið í Reyðarfirði, á Eskifirði og á Egilsstöðum. Eins lögðu þeir hönd á plóg við endurbætur á húsnæði geðræktarstöðvarinnar Kompunnnar á Egilsstöðum.

 

ACTION

ACTION („Alcoans Coming Together In Our Neighborhoods“) er verkefni Samfélagssjóðs Alcoa. ACTION felst í því að fimm eða fleiri starfsmenn vinna að minnsta kosti 4 klukkustundir í sjálfboðavinnu fyrir félagasamtök í nágrenninu. Viðleitni starfsmanna er verðlaunuð með því að Alcoa lætur félagasamtökunum í té fjárupphæð sem samsvarar annað hvort 1.500 eða 3.000 dollurum og geta samtökin ráðstafað fjármagninu að vild. Hvert Alcoa fyrirtæki, og þar með Alcoa Fjarðaál, fær samtals 9.000 dollara til ráðstöfunar árlega vegna þátttöku starfsmanna í ACTION.

 

Bravó!

Bravó! er annað verkefni sem tilheyrir Samfélagssjóði Alcoa. Tilgangur verkefnisins er að stuðla að sjálfboðavinnu einstakra starfsmanna fyrirtækisins í þágu samfélagsins. Þegar starfsmaður Alcoa hefur unnið að minnsta kosti 50 klukkustundir í sjálfboðavinnu hjá frjálsum félagasamtökum leggur Alcoa samtökunum til 250 dollara fjárframlag. Hver starfsmaður getur lagt fram beiðni um eitt slíkt fjárframlag á ári.

 

Aðeins félög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og vinna að málefnum er snerta heilsu, félagslega velferð, menntun og menningu geta fengið þennan stuðning. Opinberar stofnanir sem stunda góðgerðar- og líknarstarfsemi geta einnig notið stuðningsins. 

 


 

Frétt: Verkefnin 2009

Á undanförnum 3-4 árum hafa starfsmenn Fjarðaáls víða lagt hönd á plóg. Árið 2009 voru unnin sjö verkefni.

skoða frétt

 

Frétt: Verkefnin 2008

Fjölmörg verkefni voru unnin árið 2008 með metþátttöku starfsmanna.

skoða frétt

 

Frétt: Verkefnin 2007

Árið 2007 tók álverið á Reyðarfirði til starfa og þrátt fyrir álagið sem það ollli starfsmönnum, dró ekki úr þátttöku þeirra.

skoða

 

Frétt: Verkefnin 2006

Starfsmenn Fjarðaáls tóku í fyrsta sinn þátt í ACTION verkefnum árið 2006, þegar álverið var enn í byggingu. Unnið var tvo laugardaga, og hér er frétt um fyrri daginn.

skoða frétt