Með sjálfbæra þróun að leiðarljósi

 

Alcoa hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að laga starfsemi sína að hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar þar sem stefnt að því að ná jafnvægi milli umhverfis, efnahags og samfélagslegra þátta til lengri tíma litið.

 

Fjarðaál er fyrsta nýja álverið sem Alcoa reisir í 20 ár og flaggskip fyrirtækisins. Því er mikið lagt upp úr að álverið starfi í anda sjálfbærrar þróunar. Liður í þessari stefnu fyrirtækisins er að einbeita sér að sjálfri álframleiðslunni, en bjóða ýmsa stoðþjónustu út til annarra fyrirtækja og gera þeim þannig kleift að byggja upp starfsemi á Austurlandi.

 

Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar, sem ráðist var í í tengslum við byggingu Kárahnjúkavirkjunar og Fjarðaáls, hefur vakið athygli víða um heim. Efnt var til víðtæks samráðs með hagsmunaaðilum til að ákveða hvaða þætti í umhverfi, efnahagslífi og samfélagi bæri að vakta til að fylgjast með áhrifum uppbyggingarinnar, jákvæðum sem neikvæðum. Haldið er úti vefsíðu þar sem fylgjast má með niðurstöðum úr vöktuninni.

 

Fjarðaál og samfélagssjóður Alcoa hafa stutt fjárhagslega við ýmis mikilvæg málefni á Austurlandi. Fjarðaál hvetur einnig starfsmenn sína til að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi til hagsbóta fyrir samfélagið og styrkir verkefni þeirra í slíku starfi.

 

Í janúar 2008 var Alcoa í fjórða sinn valið eitt af 100 sjálfbærustu fyrirtækjum heims á heimsviðskiptaráðstefnunni í Davos í Sviss. Alcoa er einnig á sjálfbærnilista útgáfufyrirtækisins Dow Jones sem byggir á greiningu á frammstöðu og framgöngu fyrirtækja í efnahagsmálum, umhverfismálum og félagsmálum.

 

Sjálfbærniverkefni Alcoa og Landsvirkjunar

skoða síðu sjálfbærniverkefnis

 

Upplýsingar um áherslu Alcoa Inc. á umhverfismál

skoða síðu (á ensku)

 

Frétt: Alcoa eitt af 100 sjálfbærustu fyrirtækjum heims

skoða frétt

Umhverfis- heilsu- og öryggisstefna Alcoa Fjarðaáls [387KB]

 

Til þess að skoða skjöl í PDF-formi þarf Adobe Acrobat Reader, sem er hægt að sækja endurgjaldslaust á síðu Adobe.

 

Rammaáætlun til 2020 

Árið 2000 var sett saman alþjóðleg nefnd á vegum Alcoa sem skoðaði þróun umhverfis- og samfélagsmála frá árinu 1990 og leit til framtíðar með þau gögn til hliðsjónar. Rammaáætlun Alcoa í sjálfbærnimálum (“Alcoa's 2020 Strategic Framework for Sustainability”) grundvallast á störfum nefndarinnar og hefur með tímanum orðið nytsamur leiðarvísir fyrir starfsstöðvar Alcoa um allan heim til þess að laga daglegan rekstur að hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar.

skoða rammaáætlun til 2020 (á ensku) 

 

 

Sjálfbærniskýrsla Alcoa Inc. fyrir árið 2007

Á hverju ári gefur Alcoa Inc. út skýrslu sem kallast "Sustainability Highlights" en hún fjallar um ýmis verkefni á vegum Alcoa víðsvegar um heim sem tengjast stefnu fyrirtækisins um sjálfbæra þróun.

skoða skýrsluna (PDF 2,5 Mb) 

 


 

Alcoa í sjálfbærnivísitölu Dow Jones

Greint var frá því á dögunum að Alcoa sé hluti af sjálfbærnivísitölu Dow Jones, sjöunda árið í röð. Val á fyrirtækjum í vísitöluna er byggt á mati frammistöðu fyrirtækja í umhverfis-, félags- og efnahagsmálum.

skoða frétt