Þjálfun og fræðsla

 

Öll störf í tæknilega fullkomnu nútímaálveri krefjast sérþekkingar. Hvert sem starfið er og hvaða menntun sem starfsmenn hafa fyrir, þurfa þeir að auka sérþekkingu sína til að geta sinnt starfi sínu í álverinu. Allir starfsmenn fá fræðilega kennslu samhliða markvissri starfsþjálfun. Þjálfunin tengist meðal annars álframleiðslunni, starfsemi og rekstri fyrirtækisins og umhverfis- og öryggismálum.

 

Fjarðaál leggur mikla áherslu á símenntun starfsmanna og markmiðið er að hún komi bæði starfsmönnum og fyrirtækinu til góða. Símenntun gerir starfsmönnum kleift að viðhalda þekkingu sinni og hæfni en einnig að þróa með sér nýja færni sem gerir þeim kleift að takast á við ný verkefni og fjölbreytt störf innan álversins og bæta við þekkingu sína á ýmsum sviðum.

 

 

 


Þeir sem stjórna krönum hjá Fjarðaáli fá góða þjálfun í einstökum „kranahermi" sem líkir eftir umhverfinu í álverinu. Enginn fær að vinna á krana fyrr en hann er fullkomlega öruggur með stjórnina.

 

Alls konar fræðsla í boði


Starfsmenn Fjarðaáls eiga kost á ýmiss konar sérþjálfun. Fjölmargir starfsmenn eru t.d. í varaslökkviliði Fjarðabyggðar. Hér sjást nokkrir starfsmenn á námskeiði í slökkvistörfum, björgun og sjúkraflutningum sem haldið var í Fjarðabyggð.