Starfsmannastefna

 

Stefna Alcoa er að skapa starfsumhverfi þar sem lykilorðin eru: breytingar, framfarir, nýjar hugmyndir, virðing fyrir einstaklingnum og jöfn tækifæri til starfsframa. Hvar sem Alcoa starfar í heiminum er leitast við að setja velferð starfsmanna í fyrsta sæti.

 

Starfsumhverfi, heilsa og öryggi starfsfólksins hafa ávallt forgang við ákvarðanatöku hjá Aloca. Árangur af starfseminni er meðal annars mældur út frá því hvernig til tekst að þessu leyti.

 

Alcoa Fjarðaál starfar eftir sömu gildum og móðurfélagið. Álverið á að vera öruggur og góður vinnustaður þar sem starfsmenn fá hvatningu, reynt er að laða fram það besta hjá hverjum og einum og umbuna þeim sem standa sig vel í starfi.


Jafnréttisstefna

Jafnréttismálum er gert hátt undir höfði hjá Alcoa Fjarðaáli en innan fyrirtækisins er m.a. starfandi jafnréttisnefnd. Jafnréttisstefnu fyrirtækisins er hægt að skoða með því að smella á myndina hér fyrir ofan.

 

 

Gildi Alcoa

Markmið Alcoa er að vera besta fyrirtæki í heiminum, í augum viðskiptavina okkar, starfsmanna, hluthafa, almennings og þeirra samfélaga sem við störfum í.

sjá öll gildi Alcoa

 

Siðareglur Alcoa

Alcoa setur sér strangar siðareglur sem allir starfsmenn fylgja.

sjá siðareglur Alcoa