Fjölbreyttur hópur

 

Stefna Alcoa er að skapa starfsumhverfi þar sem lykilorðin eru: breytingar, framfarir, nýjar hugmyndir, virðing fyrir einstaklingnum og jöfn tækifæri til starfsframa. Hvar sem Alcoa starfar í heiminum er leitast við að setja velferð starfsmanna í fyrsta sæti.

 

Starfsmenn Alcoa Fjarðaáls eru um 450 talsins. Nær þriðjungur starfsliðsins er konur sem er hæsta hlutfall sem þekkist í álverum Alcoa í heiminum. Starfsmenn eru á öllum aldri og búa yfir fjölbreyttri menntun og reynslu. Um 20% starfsmanna eru með háskólagráðu, önnur 20% með iðnmenntun og 60%  með margvíslega aðra menntun og reynslu en allir starfsmenn fá þá þjálfun og fræðslu sem störf þeirra krefjast.

 

Störf í álverinu eru fjölbreytt og starfsmenn færast milli vinnustöðva með reglubundnum hætti. Mikil áhersla er lögð á að fyllsta öryggis sé gætt. Unnið er í teymum með víðtæk verksvið. Launakjör eru samkeppnishæf og starfsmönnum er umbunað á ýmsan hátt fyrir góð störf. Leitast er við að byggja Alcoa Fjarðaál upp sem fjölskylduvænan vinnustað og ýmis þjónusta stendur fjölskyldum starfsmanna til boða.