Heilsa og öryggi

 

Öryggismál eru ofarlega á forgangslista hjá Fjarðaáli og allir starfsmenn fá ítarlega fræðslu í þeim efnum. Mikil áhersla er lögð á að vinnustaðurinn sé eins öruggur og kostur er. Starfsfólkinu á að líða vel í vinnunni og markmiðið er að engin vinnuslys verði hjá fyrirtækinu. 

 

Fjarðaál gætir einnig vel að almennri heilsu starfsmanna og þeim stendur til boða víðtæk velferðarþjónusta. Hún felur meðal annars í sér að starfsfólk hefur aðgang að þjónustu lækna, hjúkrunarfólks, sálfræðinga, lögfræðinga og ýmissa annarra sérfræðinga sér að kostnaðarlausu ef þeir þurfa á slíkri þjónustu að halda. Í heilsusetri álversins er jafnframt unnið að öflugum forvörnum.

 

 

 


 

Hjúkrunarfræðingur í heilsugæslu Fjarðaáls mælir blóðþrýsting hjá starfsmanni.

 

 

 

 

 

Stefna Alcoa Fjarðaáls í heilsu- umhverfis- og öryggismálum.


 

Hér er hægt að skoða UHÖ-stefnu Fjarðaáls sem gildir frá 1. janúar 2015.

 

skoða stefnu í PDF-formi (0,5 Mb)