Allt skoðað

 

Við hönnun álvers Alcoa Fjarðaáls er nýjasta tækni notuð til að draga úr mengun og vernda andrúmsloft, vatn og jarðveg. Fyrirtækið stendur einnig fyrir umfangsmiklu vöktunarferli til að meta og vernda heilsu manna og náttúrulegar auðlindir í Fjarðabyggð. Þetta ferli hófst áður en framkvæmdir við álverið fóru í gang, til að afla viðmiðunargilda fyrir áframhaldandi rannsóknir.

 

Nánast allt láglendi í Reyðarfirði er vaktað. Vöktunin felur meðal annars í sér söfnun lofts-,vatns-, og lífsýna til að greina möguleg áhrif álversins á umhverfið. Meðal þeirra umhverfisþátta sem eru vandlega vaktaðir má nefna: efnainnihald vatns, tegundasamsetningu í plöntusamfélögum, botnlíf í sjó, loftgæði, sníkjudýr í gróðri og flúoríð innihald mosa, fléttna og háplantna.

 

Færir innlendir og erlendir vistfræðinga, meðal annars við Náttúrustofu Austurlands sjá um umhverfisvöktunina við álver Fjarðaáls. Vöktun á umhverfisþáttum er einnig mikilvægur liður í sjálfbærniverkefni Alcoa og Landsvirkjunar.

.


 

Umhverfis-, heilsu- og öryggisstefna Alcoa Fjarðaáls [2593 KB]

 

 

GRÆNT BÓKHALD:

 

Grænt bókhald Alcoa Fjarðaáls 2011 [4627 KB]

 

Grænt bókhald Alcoa Fjarðaáls 2010 [3415 KB]

 

Grænt bókhald Alcoa Fjarðaáls 2009 [6912 KB]

 

Grænt bókhald Alcoa Fjarðaáls 2008 [341KB]

 

Grænt bókhald Alcoa Fjarðaáls 2007 [507KB]

 

Til þess að skoða skjöl í PDF-formi þarf Adobe Acrobat Reader, sem er hægt að sækja endurgjaldslaust á síðu Adobe.

 


Mæligögn vöktunarstöðva

Fjarðaál er með vöktunarstöðvar í Reyðarfirði, eins og þessa á myndinni. Þær mæla m.a.

  • lofthita
  • vindátt
  • vindhraða
  • magn brennisteinsefnis (SO2) í andrúmslofti
  • magn ryks í andrúmslofti
  • magn flúors (F) í andrúmslofti

Hægt er að skoða niðurstöður mælinganna „í beinni" með því að smella hér.

 

Starfsleyfi Alcoa

Umhverfisstofnun gaf út nýtt starfsleyfi fyrir álveri Alcoa Fjarðaáls þann 8. nóvember 2010. Hér getur þú skoðað starfsleyfið í heild.

skoða á PDF (264 kb) 

 

Vöktun

Prufa: hlekkur á Vista

skoða vöktun