Áhersla á umhverfismál

 

Áhersla Alcoa Fjarðaáls á að starfa í sátt við umhverfið er í samræmi við þá áherslu sem Alcoa leggur á umhverfismál um allan heim. Takmörkun neikvæðra umhverfisáhrifa, sjálfbær þróun og baráttan við loftslagsbreytingar eru þar í öndvegi.

 

Fjarðaál er eitt fullkomnasta álver í heimi og við mengunarvarnir er notuð besta fáanlega tækni. Fullkominn þurrhreinsibúnaður er í álverinu og hreinsar hann yfir 99,5% flúorefna úr útblæstrinum sem síðan eru endurnýtt við álframleiðsluna.  Ekkert frárennsli er frá framleiðsluferlum álversins í sjó og stefnt er að því að enginn úrgangur fari til urðunar. Fyrirtækið stendur einnig fyrir viðamikilli vöktun á fjölmörgum umhverfisþáttum í nágrenni álversins.

 

Kveðið er á um leyfilegan styrk ákveðinna efna í útblæstri álversins í íslenskum lögum og reglugerðum.  Þar sem íslensk viðmið voru ekki fyrir hendi var stuðst við norsk og evrópsk mörk. Gert er ráð fyrir því í starfsleyfi Alcoa Fjarðaáls að farið verði yfir þessi mörk á meðan á gangsetningu álversins stendur, en þegar álverið verður komið í stöðugan rekstur verður styrkur þessara efna undir öllum viðmiðunarmörkum og sum staðar langt undir.

 

Endurvinnsla er í hávegum höfð hjá Fjarðaáli og skautleifar, kerbrot, álgjall og ýmsar aðrar aukaafurðir, sem falla til við framleiðsluna, eru sendar erlendis til endurvinnslu.

 

Áhrif virkjunar og álvers á fjölmarga þætti í umhverfi, samfélag og efnahag er vaktað í einstöku sjálfbærniverkefni sem Fjarðaál og Landsvirkjun standa að á Austurlandi.

 

 

Alþjóðleg stefna Alcoa í umhverfismálum

Á alþjóðlegri síðu Alcoa er að finna alþjóðlega stefnu fyrirtækisins í umhverfismálum til 2020 en hún felst m.a. í því að auka endurvinnslu áldósa í Bandaríkjunum um 75% fyrir árið 2015, draga úr losun koltvísýrings (Co2) um 60% fyrir árið 2010) o.fl.

skoða síðu (á ensku) 

 


 

Alcoa í sjálfbærnivísitölu Dow Jones, áttunda árið í röð

Greint var frá því á dögunum að Alcoa sé hluti af sjálfbærnivísitölu Dow Jones, sjöunda árið í röð. Val á fyrirtækjum í vísitöluna er byggt á mati frammistöðu fyrirtækja í umhverfis-, félags- og efnahagsmálum.

skoða frétt