Besta fáanlega tækni

 

 

Mikla orku þarf til að framleiða ál og við framleiðsluna losnar óhjákvæmilega koltvísýringur og aðrar gróðurhúsalofttegundir. Alcoa hefur unnið að því að minnka útblástur koltvísýrings frá framleiðslunni og liður í  því er að nýta umhverfisvæna orkugjafa til álframleiðslu. Uppbygging á Íslandi fellur vel að þeirri stefnu enda losa álver og vatnsaflsorkuver sex til níu sinnum minna af gróðurhúsalofttegundum en álver og orkuver sem brennir jarðefnaeldsneyti.

 

Alcoa hefur sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum fram til ársins 2020 og meðal annars tekist að minnka losun gróðurhúsalofttegunda við álframleiðslu um yfir 30% frá árinu 1990, þrátt fyrir að framleiðslan hafi aukist umtalsvert á sama tíma. Áhersla er lögð á að auka endurvinnslu áls en til hennar þarf aðeins um 5% þeirrar orku sem þarf til framleiðslu áls úr súráli.

 

Alcoa vinnur einnig að rannsóknum á endurbættum aðferðum við rafgreiningu, notkun sólarorku, endurnotkun hitaorku sem myndast í framleiðsluferlum, og fjölmörgum öðrum kostum sem gætu leitt til umtalsverðs orkusparnaðar. Meðal verkefna sem unnið er að í tengslum við Fjarðaál sérstaklega má nefna að fyrirtækið hefur styrkt rannsóknir á upptöku koltvísýrings í íslenskum skógi.

 

Alcoa  var meðal tólf stofnenda United States Climate Action Partnership; bandarískra samtaka fyrirtækja og sjálfstæðra stofnana sem hafa það að markmiði að þrýsta á stjórnvöld í Bandaríkjunum að herða reglur um losun gróðurhúsalofttegunda. Núna telja þessi samtök 31 fyrirtæki og stofnanir.

 

Fyrir þessa viðleitni og fjölmörg verkefni í loftslagsmálum sem Alcoa hefur lagt lið hefur fyrirtækið hlotið ýmsar viðurkenningar. Til dæmis var Alcoa í janúar 2008 í fjórða sinn valið eitt af 100 sjálfbærustu fyrirtækjum heims á heimsviðskiptaráðstefnunni í Davos í Sviss. Alcoa er einnig á sjálfbærnilista útgáfufyrirtækisins Dow Jones sem byggir á greiningu á frammistöðu og framgöngu fyrirtækja í efnahagsmálum, umhverfismálum og félagsmálum.

 

Alcoa Fjarðaál og loftslagsmálin

  • Náið er fylgst með útblæstri gróðurhúsalofttegunda hjá Fjarðaáli og nýjasta tækni er notuð til að halda henni í lágmarki.
  • Útblástur gróðurhúsalofttegunda á hvert tonn af framleiddu áli hjá Fjarðaáli verður með því minnsta sem gerist í heiminum.
  • Rafmagnsbílar og lyftarar eru notaðir í álverinu og lífdíselolía er notuð á önnur farartæki. Þessi olía kemur í stað díselolíu og er unnin úr dýrafitu, matarolíu og lýsi.
  • Fjarðaál hefur styrkt loftslagsverkefni Landverndar.
  • Fjarðaál styrkir rannsóknir á vegum Skógræktar ríkisins á upptöku kolefna í trjágróðri.
  • Starfsfólk Fjarðaáls vinnur sjálfboðavinnu við trjáplöntun og Skógræktarfélag Reyðarfjarðar er styrkt árlega.

 

 

 

Tengdar vefsíður

Stefna Alcoa í loftslagsmálum

skoða


 

 

Alcoa  var meðal tólf stofnenda United States Climate Action Partnership; bandarískra samtaka fyrirtækja og sjálfstæðra stofnana sem hafa það að markmiði að þrýsta á stjórnvöld í Bandaríkjunum að herða reglur um losun gróðurhúsalofttegunda. Núna telja þessi samtök 31 fyrirtæki og stofnanir.

lesa meira um samstarfið 

 


 

Besta fáanlega tækni