.

Samfélagsmál

- Yfirlit
- Samskipti og samráð
- Styrktarsjóður Alcoa Fjarðaáls
 

- Aðrir styrkir

Sjálfboðavinna starfsmanna 

 

Stutt við góð mál

 

Framtíðarhagsmunir Alcoa Fjarðaáls og samfélagsins fara saman og fyrirtækið leggur sitt af mörkum til að stuðla að framgangi góðra mála á Austurlandi. Alcoa Fjarðaál hefur tekið þátt í samvinnuverkefnum með öðrum fyrirtækjum og opinberum aðilum og veitt fjárstyrki til ýmissa verkefna.

 

Styrktarsjóður Alcoa Fjarðaáls
Sótt er um styrki allt að einni milljón króna hjá Alcoa Fjarðaáli. Stuðningur er einungis veittur frjálsum félagasamtökum eða stofnunum á Mið-Austurlandi.

 

Ekki eru veittir styrkir til einstaklinga, stjórnmálasamtaka, trúfélaga eða til almenns reksturs félaga. Þeir málaflokkar sem eru styrktir eru:

  • Umhverfismál og náttúruvernd.
  • Öryggis- og heilbrigðismál.
  • Menntun og fræðsla.
  • Menning, tómstundir og félagsstörf.

 

Úthlutunarnefnd sem vinnur með fyrirtækinu tekur ákvarðanir um úthlutun styrkja.  Þeir sem óska eftir stuðningi við verkefni af þessu tagi geta sent umsókn sem viðhengi með tölvupósti á netfangið styrkir@alcoa.com.

 

Vinsamlegast notið staðlað umsóknareyðublað
Smelltu hér til þess að hlaða niður eyðublaði í Word. Þegar reitirnir hafa verið fylltir út, vinsamlegast vistaðu skjalið með titli sem inniheldur nafn félagsins sem sækir um. 
 

 

Umsóknir þurfa að berast annað hvort fyrir 10. mars eða 10. september. 

 

Ef þér tekst ekki að hlaða niður ofangreindum skjölum, eða vantar nánari upplýsingar, vinsamlegast hafðu samband við Dagmar Ýr Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa Alcoa Fjarðaáls (dagmar.stefansdottir-hjá-alcoa.com).

 

Úthlutunarnefnd fjallar um umsóknirnar og er stefnt að úthlutun u.þ.b. mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út.

 

Samfélagssjóður Alcoa
Ef umbeðinn styrkur er hærri en ein milljón króna er unnt að senda umsóknina til
 Samfélagssjóðs Alcoa í Bandaríkjunum  (Alcoa Foundation) og skal hafa samráð um það við framkvæmdastjóra samfélags- og upplýsingamála hjá Alcoa Fjarðaáli.  Starfsmenn Alcoa Fjarðaáls eiga einnig frumkvæði að því að leita að félögum sem uppfylla kröfur sjóðsins um tilgang, stjórnun og fleira.  Frá því Alcoa hóf starfsemi hefur Samfélagssjóðurinn veitt yfir þrjár milljónir dollara í styrki hér á landi og var hæsti styrkurinn, 250 þúsund bandaríkjadalir, veittur Þjóðminjasafni Íslands til að endurbyggja Sómastaðahúsið, lítið steinhús í nágrenni álversins í Reyðarfirði.  Sjóðurinn veitir ekki styrki á Íslandi nema fulltrúar Alcoa Fjarðaáls mæli með því að þeir verði veittir.

 

Veittir styrkir
Alcoa Fjarðaál og Samfélagssjóður Alcoa (Alcoa Foundation) veittu samtals yfir 80 milljónir króna í styrki til ýmissa samfélagsverkefna á Austur- og Norðurlandi árið 2007, 60 milljónir á árinu 2008, og 146 milljónir árið 2010, svo dæmi sé tekið. Styrkirnir eru veittir félagasamtökum og stofnunum til fjölbreyttra verkefna sem ætlað er að auðga og efla sjálfbært samfélag.  Frá árinu 2003 hefur Alcoa styrkt slík verkefni um nær hálfan milljarð króna.  Stærsta styrktarverkefni Alcoa tengist Vatnajökulsþjóðgarði, en fyrirtækið hyggst styrkja samtökin Vini Vatnajökuls, hollvinasamtök þjóðgarðsins, næstu árin. Samtökin voru stofnuð til að vinna að rannsóknum og fræðslu um þjóðgarðinn, sem og til að kynna þessa náttúruperlu bæði hér á landi og erlendis.  Árið 2010 var tilkynnt um 87 milljóna króna styrk til samtakanna í þessu skyni.

 

Styrkveitingar árið 2013 

 

Styrkveitingar árið 2012 

 

Styrkveitingar árið 2011 

 

Styrkveitingar árið 2010

 

Styrkveitingar árið 2009

 

Styrkveitingar árið 2008

 

Styrkveitingar árið 2007 

 

Styrkveitingar árið 2006

 

.


Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, afhendir styrk til verkefnisins „Verklegt er vitið."