04. september 2019

Tor Arne verður forstjóri Fjarðaáls

Norðmaðurinn Tor Arne Berg mun taka við stöðu forstjóra Alcoa Fjarðaáls þann 30. september nk. en þangað til mun Smári Kristinsson, framkvæmdastjóri álframleiðslu, sinna starfi forstjóra.

Tor Arne hefur starfað hjá Alcoa frá árinu 2011 og unnið fjölbreytt störf fyrir fyrirtækið. Meðal annars hefur hann verið framkvæmdastjóri steypuskála hjá álveri Alcoa í Lista í Noregi, svo og framkvæmdastjóri innkaupa. Hann stýrði um tíma starfsemi steypuskála í Evrópu og Ástralíu en frá árinu 2017 hefur hann verið forstjóri Lista. Hann mun yfirgefa þá stöðu þegar hann gengur til liðs við Fjarðaál.

 

Tor_Arne

Tor Arne Berg