20. júní 2019

Viljayfirlýsing um kolefnishreinsun

Í gær var und­ir­rituð í Ráðherra­bú­staðnum vilja­yf­ir­lýs­ing um kol­efn­is­hreins­un- og bind­ingu.

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra, Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, og for­stjór­ar og full­trú­ar Orku­veitu Reykja­vík­ur, Elkem, Fjarðaáls, Rio Tinto á Íslandi og Norðuráls und­ir­rituðu vilja­yf­ir­lýs­ing­una.

Jafn­framt stend­ur PCC á Bakka að yf­ir­lýs­ing­unni en for­svars­menn verk­smiðjunn­ar munu und­ir­rita yf­ir­lýs­ing­una síðar.

Sam­kvæmt henni verður kannað til hlít­ar hvort aðferð sem kölluð er „Car­bFix“ geti orðið raun­hæf­ur kost­ur, bæði tækni­lega og fjár­hags­lega, til þess að draga úr los­un kol­díoxíðs (CO2) frá stóriðju á Íslandi. Þá munu fyr­ir­tæk­in hvert um sig leita leiða til að verða kol­efn­is­hlut­laus árið 2040, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Orku­veita Reykja­vík­ur hef­ur þróað „Car­bFix“ aðferðina í sam­starfi við Há­skóla Íslands og er­lenda aðila frá ár­inu 2007. Aðferðin felst í því að CO2 er fangað úr jarðhita­gufu, gasið leyst upp í vatni und­ir þrýst­ingi og vatn­inu dælt niður á 500-800 m dýpi í basaltj­arðlög, þar sem CO2 binst var­an­lega í berg­grunn­in­um í formi steinda. Orka Nátt­úr­unn­ar, dótt­ur­fé­lag OR, hef­ur nú rekið loft­hreins­istöð og niður­dæl­ingu við Hell­is­heiðar­virkj­un sam­fellt í 5 ár með góðum ár­angri.

Þörf er á víðtæku sam­starfi til að tak­ast á við lofts­lags­vand­ann en sam­starf at­vinnu­lífs og stjórn­valda get­ur haft mik­il áhrif, bæði hér á landi og á alþjóðavísu. Vilja­yf­ir­lýs­ing­in er í til­kynn­ing­unni sögð enn eitt skref í þá átt og er í sam­ræmi við áhersl­ur sam­komu­lags um sam­starfs­vett­vang stjórn­valda og at­vinnu­lífs um lofts­lags­mál og græn­ar lausn­ir, sem var und­ir­ritað 28. maí.

Undirskriftir_dagmar

Dagmar Ýr Stefánsdóttir, yfirmaður samskipta- og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli, undirritaði viljayfirlýsinguna f.h. fyrirtækisins.

 

Viljayfirlýsing_2


Viljayfirlýsing_2