24. júní 2019

Action-verkefni fyrir Hestamannafélagið Blæ

Sjálfboðaliðastarfið hjá Alcoa gengur vel í ár og starfsmenn hafa þegar lagt sitt af mörkum til þriggja verkefna eins og lesendum Austurgluggans er eflaust kunnugt. Fjórða verkefnið, sem var fyrir Hestamannafélagið Blæ í Neskaupstað, var á dagskrá þann 4. júní en þurfti að fresta um viku vegna veðurs.

Ábyrgðarmaður verkefnisins var Margrét L. Erlingsdóttir, leiðtogi í skautsmiðju. Verkefnið fólst í að mála dómshús, pall við dómshúsið, gám og hnakkageymslu. Samtals átján vaskir liðar mættu í sjálfboðaliðavinnuna 11. júní, þar af 9 starfsmenn Fjarðaáls.

„Vilberg Einarsson formaður var í skýjunum yfir vinnunni sem fór fram,“ segir Margrét, „Sumir mættu snemma og fóru fyrr, aðrir seinna og voru út tímann en við unnum frá hálffimm til hálfátta. Vð kláruðum það sem var áætlað og veðrið lék aldeilis við okkur. Hestamannafélagið þakkar kærlega fyrir sig!“

 

Action-Blaer-hopmynd

Hluti sjálfboðaliðanna, t.f.v.: Vilberg Einarsson, Jeff Clemmensen, Vilborg Stefánsdóttir, Gullveig Ösp Magnadóttir, Margrét L. Erlingsdóttir og Írena Fönn Clemmensen.

 


Action-Blaer-hopmynd
Action-Blaer-hopmynd
Action-Blaer-hopmynd
Action-Blaer-hopmynd
Action-Blaer-hopmynd