03. september 2018

Starf í boði: Sérfræðingur í vinnuvernd

Alcoa Fjarðaál leitar að jákvæðum og drífandi einstaklingi í starf sérfræðings í vinnuvernd. Markmið starfsins er að koma í veg fyrir atvinnutengda sjúkdóma með því að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi í samræmi við vinnuverndarlög og staðla Alcoa. Sérfræðingurinn starfar í öflugu umhverfis-, heilsu- og öryggisteymi Fjarðaáls.

Smelltu hér til að skoða starfsauglýsinguna:  Serfraedingur í vinnuvernd

Smelltu hér til að sækja um starfið á ráðningarvef Fjarðaáls. Umsóknarfrestur er til og með 20. september.