04. september 2018

Sjálfboðaliðar frá Alcoa Fjarðaáli og íbúar Fáskrúðsfjarðar laga leikvöll

Fimmtudaginn 30. ágúst réðust níu sjálfboðaliðar frá Fjarðaáli í verkefni á Fáskrúðsfirði undir merkjum „Action – leggjum hönd á plóg” en fyrirtækið styrkir slík verkefni með þrjú hundruð þúsund króna framlagi. Fjölskyldur starfsmanna og aðrir bæjarbúar tóku þátt í verkefninu og var sérstaklega mikið af börnum í hópnum.

Forsaga verkefnisins er sú að hópur fólks á Fáskrúðsfirði tók sig saman í fyrrasumar um að koma á fót fjölskylduvin í Skrúðgarðinum í bænum. Garðurinn hefur að geyma grasbala, trjá- og plöntugróður, áningabekk og minnisvarða. Enginn leikvöllur var á Fáskrúðsfirði að undanskildu því svæði sem tilheyrir leik- og grunnskólalóð og er þetta því kærkomið svæði og aðstaða til að auka fjölbreyttni í afþreyingu fyrir bæjarbúa og gesti.

Í fyrrahaust fór hópurinn í fjáröflun og kom upp ærslabelg í garðinum sem vakti mikla lukku. Síðan var ákveðið að setja upp rólusett, klifurgrind og frisbígolfvöll á svæðinu og leitaði fulltrúi hópsins, Heimir Logi Guðbjörnsson, starfsmaður hjá Alcoa Fjarðaáli, eftir aðstoð starfsfélaga sinna og framlagi fyrirtækisins .Það var auðsótt mál og því ákveðið að ráðast í verkefnið fyrir sumarlok.

Sjálfboðaliðarnir pússuðu upp, báru á og máluðu þau leiktæki sem til stendur að setja upp og náðu að yfirfara búnaðinn. Í ljós kom að rólurnar sem átti að nota í tækin voru illa farnar og slitnar og verður því hluti af styrknum frá Alcoa Fjarðaáli notaður til þess, auk fallvarna undir rólur og klifurgrindar sem þarf að vera til að uppfylla öryggiskröfur.

Að loknu verki bauð síðan Alcoa Fjarðaál öllum sjálfboðaliðum upp á pizzu á Café Sumarlínu.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá verkefninu.

Action_2018_Faskr_7
Action_2018_Faskr_7
Action_2018_Faskr_7
Action_2018_Faskr_7
Action_2018_Faskr_7
Action_2018_Faskr_7
Action_2018_Faskr_7
Action_2018_Faskr_7
Action_2018_Faskr_7
Action_2018_Faskr_7