16. febrúar 2017

Spennandi sumarstörf hjá Fjarðaáli - umsóknarfrestur til 1. mars

Við leitum að góðu fólki í framleiðslustörf á þrískiptum átta tíma vöktum í kerskála, steypuskála og skautsmiðju. Sumarstarfsmenn þurfa að geta unnið samfellt í að minnsta kosti tvo og hálfan mánuð. Umsækjendur verða að hafa náð 18 ára aldri, hafa gild ökuréttindi og hreint sakavottorð.

Almennar hæfniskröfur

  • Sterk öryggisvitund og árvekni
  • Dugnaður og vilji til að takast á við krefjandi verkefni
  • Heiðarleiki og stundvísi
  • Lipurð í samskiptum og vilji til að vinna í hóp

Umsóknarfrestur er til og með miðvikudeginum 1. mars.

Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störfin.

Frekari upplýsingar veitir Valgerður Vilhelmsdóttir, valgerdur.vilhelmsdottir(hjá)alcoa.com eða í síma 470 7700.

Smelltu hér til að fara á ráðningarvef Fjarðaáls til að sækja um starf.

Fjardaal_man_and_woman_good_space_for_text