13. desember 2016

Fjölbreytt samfélagsverkefni hlutu styrk frá Styrktarsjóði Fjarðaáls

Þann 6. desember sl.  voru veittir 20 styrkir úr Styrktarsjóði Alcoa Fjarðaáls og 16 styrkir frá Spretti, afrekssjóði UÍA og Fjarðaáls. Styrkúthlutun úr Styrktarsjóði og Spretti fer fram tvisvar á ári.  

Alcoa Fjarðaál tekur ríkan þátt í samfélagsmálum og veitir margvíslega styrki með ýmsum leiðum. Annars vegar koma styrkir frá Samfélagssjóði Alcoa (Alcoa Foundation) í Bandaríkjunum og hins vegar beint frá Alcoa Fjarðaáli.

Styrkir frá Samfélagssjóði Alcoa (Alcoa Foundation) eru veittir til mjög stórra verkefna og hafa t.d. runnið til Breiðdalsseturs, uppbyggingar Sómastaða, Vina Vatnajökuls og ýmiss konar menntunarverkefna. Þaðan koma líka styrkir með sjálfboðaliðaverkefnum starfsmanna Fjarðaáls sem kallast „Action“ og „Alcoans in Motion“ ásamt árlegum „Bravó“ styrkjum til félagasamtaka sem starfsmenn Alcoa tilheyra og hafa unnið fyrir. Á síðasta ári veitti Fjarðaál og Samfélagssjóður Alcoa um 140 milljónum króna í styrki til fjölbreyttra samfélagsverkefna á Austurlandi.

Styrktarsjóður Fjarðaáls
Formleg athöfn af tilefni styrkveitinga frá Styrktarsjóði Fjarðaáls og Spretti var haldin í Safnaðarheimlinu á Reyðarfirði þriðjudaginn 6. desember sl.

Í reglum um styrktarsjóðinn segir m.a.: „Sótt er um styrki allt að einni milljón króna hjá Alcoa Fjarðaáli. Stuðningur er einungis veittur frjálsum félagasamtökum eða stofnunum á Mið-Austurlandi. Ekki eru veittir styrkir til einstaklinga, stjórnmálasamtaka, trúfélaga eða til almenns reksturs félaga.“ Því eru aðilar hvattir til þess að sækja um sérstök verkefni í þágu samfélagsins.

Alls fengu 20 aðilar styrki að þessu sinni og nam heildarstyrkupphæð tæpum 6 milljónum króna.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá aðila sem hlutu styrk í vorúthlutun Styrktarsjóðs Fjarðaáls.

Umsækjandi

Verkefni

Björgunarsveitin Ársól

Kaup á bifreið

Félag áhugafólks um fornleifafræði í Stöðvarfirði

Uppgröftur landnámsskála í Stöð í Stöðvarfirði

Kammerkór Egilsstaðarkirkju

 

Uppsetning á Messías eftir G.F. Handel

List í ljósi

 

Útilistahátíð með ljósið sem þema

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs

 

Setja upp vörður við 22 heiðarbýli á Jökuldals- og Vopnfjarðarheiði.  „Heiðarbýli í göngufæri“

Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystri

 

Viðhald og uppbygging innviða göngusvæðisins á Víknaslóðum við Borgarfjörð eystri

Breiðdalssetur

Gerð göngukorts af svæðinu Breiðdal, Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði

Félagsmiðstöðvar í Fjarðabyggð

 

Ungmennahátíðin Kuldaboli 2016

SamAust – samtök félagsmiðstöðva á Austurlandi

Koma margvíslegum verkefnum af stað

Sláturhúsið – menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Heiðurs- og yfirlitstónleikar í tilefni af 75 ára afmæli Ronnie James Dio.

TAK – tengslanet austfirskra kvenna

10 ára afmæli félagsins með veglegri vetrardagskrá

Dropinn – styrktarfélag barna með sykursýki

Sumarbúðir barna með sykursýki í Skagafirði sumarið 2017

Hjartavernd - rannsóknamiðstöð

Endurútgáfa forvarnar- og fræðslubæklinga um t.d. offitu, reykingar o.fl.

Brettafélag Fjarðabyggðar

Snjóbrettaskóli fyrir yngri krakka og byrjendur

Jassklúbbur Egilsstaða

Jazzhátíð Egilsstaða 2016

Foreldrafélög grunnskóla Fljótsdalshéraðs

Sjálfstyrkingarnámskeiðið „Út fyrir kassann“ fyrir unglingastig drengja.

9. bekkur Nesskóla

Uppsetning á Galdrakarlinum í Oz

Ungmennafélag Borgarfjarðar eystri

100 ára afmælisdagskrá félagsins 2017

MMF -  málfundafélag ME

Styrkja starf MMF og þátttöku í Morfís

Dagsþjónustan Vinabær á Egilsstöðum

Kaup á spjaldtölvu fyrir starfsemina

PIMG_1079A
Fulltrúar styrkþega sem fengu úthlutað úr Styrktarsjóði Alcoa Fjarðaáls ásamt fulltrúum Alcoa.

 

Úthlutun úr Spretti styrktarsjóði

Að lokinni formlegri úthlutun úr Styrktarsjóði Alcoa Fjarðaáls fór fram seinni úthlutun ársins úr afrekssjóðnum Spretti. Sjóðnum er einkum ætlað að styrkja íþróttaiðkun barna og unglinga með einkunnarorð Alcoa um afburði (excellence) að leiðarljósi. Alcoa Fjarðaál sér um fjármögnun sjóðsins en UÍA um skipulag og utanumhald. Í úthlutunarnefndinni situr fólk frá bæði ÚÍA og Alcoa sem fer yfir umsóknir og ákveður úthlutun úr sjóðnum. Á hverju ári eru veittir afreksstyrkir, iðkendastyrkir, þjálfarastyrkir og félagastyrkir auk þess sem íþróttamaður Austurlands er styrktur sérstaklega.

Að þessu sinni voru veittir fjórir afreksstyrkir, sjö iðkendastyrkir og tveir þjálfarar fengu styrk til náms. Þrjú aðildarfélög UÍA fengu styrk vegna sértækra verkefna.

Afreksstyrki hlutu:

Birkir Freyr Elvarsson frá Þrótti, vegna unglingalandsliðsverkefna í blaki.

Valdís Kapitola Þorvarðardóttir frá Þrótti, vegna unglingalandsliðsverkefna í blaki.

Galdur Máni Davíðsson frá Þrótti/Huginn, vegna unglingalandsliðsverkefna í blaki.

Hrafnhildur Ásta Njálsdóttir frá Þrótti, vegna unglingalandsliðsverkefna í blaki.

 

Iðkendastyrki hlutu:

Helga Jóna Svansdóttir frá Hetti, vegna æfinga- og keppnisferðalaga í frjálsum íþróttum.

Reynir Birgisson frá Brettafélagi Fjarðabyggðar, vegna æfinga- og keppnisferða í brettaíþróttum.

Anna Karen Marinósdóttir frá Þrótti, vegna unglingalandsliðsverkefna í blaki.

Börkur Marinósson frá Þrótti, vegna æfinga- og keppnisferða í blaki og knattspyrnu.

Gunnar Einarsson frá Hugin, vegna æfinga- og keppnisferða í blaki og golfi.

Tinna Rut Þórarinsdóttir frá Þrótti, vegna unglingalandsliðsverkefna í blaki.

Embla Rán Baldursdóttir frá SKÍS, vegna æfinga- og keppnisferða í skíðaíþróttum.

 

Félagastyrki hlutu:

Frjálsíþróttadeild Hattar vegna æfingabúða.

UMFB vegna íþróttadagskrár í tilefni af 100 ára afmæli félagsins.

Brettafélag Fjarðabyggðar vegna Brettaskóla fyrir byrjendur.

 

Þjálfarastyrki hlutu:

Björgvin Hólm Birgisson frá Brettafélagi Fjarðabyggðar, vegna þjálfaranámskeiðs í brettaíþróttum.

Sif Guðmundsdóttir frá SKÍS, vegna þjálfaranámskeiðs í skíðaíþróttum.

 

PIMG_1017
Styrkþegar afrekssjóðs Spretts ásamt fulltrúum UÍA.