Áfram

9. apríl 2013
Hagnaður Alcoa umfram áætlanir

Þrátt fyrir lágt verð á álmörkuðum var hagnaður Alcoa á 1. ársfjórðungi þessa árs tæpum 59% meiri en á sama ársfjórðungi 2012.

Þrátt fyrir lágt verð á álmörkuðum var hagnaður Alcoa á 1. ársfjórðungi þessa árs tæpum 59% meiri en á sama ársfjórðungi 2012. Að sögn Klaus Kleinfeld, forstjóra og stjórnarformanns Alcoa má þennan góða árangur fyrst og fremst rekja til kostnaðaraðhalds í rekstri og mikillar sölu á dýrari vörum, svo sem skrúfum og boltum fyrir byggingariðnað og hágæðavörum á borð við íhluti í flugvélar og bíla.
 
Það sem af er ári hafa tekjur aukist um 24% af ýmsum sértækum framleiðsluvörum og lausnum og námu þær alls rúmum 173 milljónum dollara, eða 20,5 milljörðum króna. Þá jukust tekjur af sölu álbarra um 29 milljónir dollara, fóru úr 10 milljónum í 39 milljónir dollara, eða 4,6 milljarða króna.
 
Á fyrsta fjórðungi þessa árs námu tekjur Alcoa alls 149 milljónum dollara. Sé aðeins tekið mið af tekjur af reglulegri starfsemi nam hagnaður fyrirtækisins 121 milljón dollara. Til samanburðar námu tekjurnar í heild 242 milljónum dollara á síðasta árfjórðungi 2012 og 94 milljónum dollara á 1. fyrsta fjórðungi ársins 2012. Tekjur af reglulegri starfsemi á fjórða ársfjórðungi 2012 námu 64 milljónum dollara og 105 milljónum á fyrsta fjórðungi ársins 2012.
 
Í áætlunum Alcoa er enn gert ráð fyrir um 7 prósenta vexti á álmörkuðum á árinu 2013.
 
Frekari upplýsingar
Sjá nánar fréttatilkynningu Alcoa Inc frá 8. mars 2013