Áfram


Prentvæn útgáfa
go

15. nóvember 2013
Tómas Már Sigurðsson stýrir nú einnig álframleiðslusviði Alcoa í Miðausturlöndum

Tómas Már Sigurðsson, sem áður var forstjóri Fjarðaáls og Alcoa á Íslandi en hefur síðan 1. janúar 2012 gegnt stöðu yfirmanns Alcoa í Evrópu, hefur nú fengið aukið umráðasvæði, þar sem álframleiðslusvið Alcoa (Global Primary Products, eða GPP) í Miðausturlöndum heyrir nú einnig undir hann.

Í tilkynningu frá yfirstjórn GPP segir: „Undir stjórn Tómasar hefur Evrópusvæðið náð afar góðum árangri í auknu fjárstreymi, tekist að mæta niðurskurði í útgjöldum, náð markmiðum varðandi rekstrarfé og frábærum afrakstri af innleiðsluverkefnum (Degrees of Implementation). Við erum þess fullviss að Tómas muni beita stjórnunarhæfileikum sínum í rekstri fyrirtækja okkar í Miðausturlöndum og tryggja að samvinnuverkefnið okkar í Sádí Arabíu takist vel. Hann mun veita góð ráð og vera leiðbeinandi í rekstrarmálum fyrir Abdulaziz Al Harbi, forstjóra Ma‘aden Aluminium og leiða gott samstarf milli Alcoa og samvinnuverkefnisins.“
 Smelltu á myndina til þess að stækka hana.


Tómas Már Sigurðsson