Áfram


Prentvæn útgáfa
go

15. nóvember 2013
Úthlutað úr Samfélagssjóði Alcoa Fjarðaáls

Úthlutað var í gær úr Samfélagssjóði Alcoa Fjarðaáls til tuttugu aðila á Austurlandi við athöfn í Stríðsárasafninu á Reyðarfirði. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári.

Úthlutað var 6,7 milljónum króna og hlaut Krabbameinsfélag Austfjarða hæsta styrkinn að þessu sinni, eina milljón, til uppbyggingar endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda á Austurlandi og aðstandendur þeirra. Markmið verkefnisins er að byggja upp og þróa fasta starfsstöð á vegum Krabbameinsfélagsins þar sem boðið verður upp á margvíslega fræðslu, stuðning og iðju fyrir skjólstæðinga. Fyrirmyndin er sótt í Ljósið.
 
Meðal annarra aðila sem hlutu styrk að þessu sinni eru bókasafnið á Reyðarfirði, Austurbrú, Verkmenntaskóli Austurlands, björgunarsveitir, félagsmiðstöðvar, íþróttafélög og fleiri. Þá fengu Rauða krossdeildir á Austurlandi samtals 1,3 milljónir til ýmissa verkefna en stærstur hluti fór til Jólasjóðs þeirra til styrktar þeim sem þurfa aðstoð fyrir jólin.
 
Ákveðið var að úthluta styrkjunum á Reyðarfirði að þessu sinni þar sem Krabbameinsfélag Austfjarða er með starfsstöð sína. Þar varð hið glæsilega Stríðsárasafn fyrir valinu og gafst viðstöddum gott tækifæri í leiðinni til að skoða safnið að athöfn lokinni með Pétri Sörensson, forstöðumanni Safnastofnunar Fjarðabyggðar, sem fræddi gesti um safnið. Við sama tækifæri fluttu nemendur í Tónlistarskóla Fjarðabyggðar nokkur lög við góðar undirtektir viðstaddra.
 Smelltu á myndina til þess að stækka hana.


Hópurinn


Fulltrúar þeirra sem úthlutað var styrkjum frá Alcoa Fjarðaáli tóku á móti framlaginu í  Stríðsárasafninu á Reyðarfirði. Fulltrúar Krabbameinsfélags Austfjarða eru lengst til vinstri á myndinni, þær Iðunn Geirsdóttir og Anna Ragnheiður Gunnarsdóttir. Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls og Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, eru einnig á myndinni.Smelltu á myndina til þess að stækka hana.


Fyrir brettaíþróttina


Brettapiltarnir eru myndinni heita Héðinn Sölvi Halldórsson og Davíð Arnar Kristjánsson, en þeir tóku við 500 þúsund krónum fyrir hönd Lindarinnar, félagsmiðstöðvar á Seyðisfirði. Fénu verður varið til að byggja upp aðstöðu til hjólabretta-, línuskauta- og reiðhjólaiðkunar.Smelltu á myndina til þess að stækka hana.


Þær munu æfa á trampólíni


Ungu stúlkunar tvær heita Malen Valsdóttir og Heiðbrá Björgvinsdóttir. Þær tóku við styrk fyrir hönd UMF Leiknis á Fáskrúðsfirði og verður honum varið til kaupa á trampólíni.Smelltu á myndina til þess að stækka hana.


Efnilegur flautuleikari


Kristín Embla Guðjónsdóttir lék á flautu fyrir gestina.Smelltu á myndina til þess að stækka hana.


Úrvals leiðsögumaður


Pétur Sörensson sýndi gestum Stríðsárasafnið.