Áfram


Prentvæn útgáfa
go

14. nóvember 2013
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra líkir álveri Fjarðaáls við happdrættisvinning fyrir Austfirðinga

Fréttamiðillinn Austurfrétt greindi nýlega frá orðum iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem hún lét falla í opnunarræðu sinni á atvinnumálaráðstefnunni Auðlindin Austurland.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir það eins og stóran happdrættisvinning fyrir Austfirðinga að álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði hafi komist á laggirnar. Það hafi samt eins og fleiri verkefni byrjað sem hugmynd.
 
„Það má vel líkja því við stóran happadrættisvinning á svæði sem þessu að fá nálægt 1.000 ný störf inn í samfélagið auk allra óbeinu starfanna sem skapast við að þjónusta þessar tæpu 1.000 fjölskyldur sem eiga lífsviðurværi sitt undir álverinu komið," sagði Ragnheiður Elín í setningarræðu sinni á atvinnumálaráðstefnunni Auðlindin Austurland í byrjun nóvember.
 
Hún sagði „farsæla nýtingu” náttúruauðlinda hafa verið grunnstoð atvinnuuppbyggingar á Austurlandi. Á Austurlandi séu áfram óteljandi verkefni.
 
 „Allt sem til þarf er fólk með hugmyndir – og fólk sem kann að láta hugmyndirnar verða að veruleika. Álverið var einu sinni hugmynd og þess vegna skiptir öllu máli að fólk hafi þekkingu til að geta komið hugmyndum í framkvæmd. Því sumar hugmyndir eru einfaldlega stórkostlegar!"
 
Sjá fréttina á vefnum Austurfrétt hér.
 Smelltu á myndina til þess að stækka hana.


Ráðherra í heimsókn


Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, heimsótti álver Fjarðaáls í september sl. Hér bregður hún á leik og bendir á skilti þar sem stendur „Ráðuneyti olíumála."