Áfram


Prentvæn útgáfa
go

11. október 2013
Alcoa skilar hagnaði á þriðja ársfjórðungi

Alcoa skilaði 24 milljón dollara hagnaði á þriðja ársfjórðungi þessa árs þrátt fyrir lægra álverð á mörkuðum. Á sama ársfjórðungi 2012 nam tap fyrirtækisins 143 milljónum dala. Alls námu tekjur á ársfjórðungnum tæpum 5,8 milljörðum dala. Góðan árangur nú er bæði að þakka áframhaldandi hagræðingaraðgerðum en einnig aukinni framleiðni og sölu á dýrari verkfræðilausnum, sem námu 57% af heildartekjum.

Í áætlunum Alcoa er enn gert ráð fyrir um 7 prósenta vexti á álmörkuðum á árinu 2013 og sér fyrirtækið fram á jafnvægi á mörkuðum heimsins. Fyrirtækið gerir ráð fyrir 9-10% auknum hagvexti í flugvélaiðnaði, 1-4% aukningu í bílaiðnaði, 1-2% vexti í umbúðaiðnaði, 4-5% vexti í álnotkun við byggingu atvinnuhúsnæðis og í verktakaiðnaði og 3-5% aukningu í framleiðslu á túrbínum fyrir gasiðnaðinn. Þá sér Alcoa fram á 5-9 prósenta söluaukningu til framleiðenda þungaflutningabíla, einkum í Evrópu og Kína.
 
Í ljósi neikvæðrar þróunar í verði á álmörkuðum hefur Alcoa lagt aukna áherslu á sölu virðisaukandi afurða og hagræðingu í rekstri. Meðal annars hefur verið dregið úr álframleiðslu um 146 þúsund tonn á ári með lokun tveggja kerlína í álveri fyrirtækisins í Baie-Comeau í Québec og einni kerlínu í Massena í New York fylki.
 
Nánari upplýsingar
Sjá hér frekari greingu á afkomu Alcoa á þriðja ársfjórðungi 2013.