Áfram


Prentvæn útgáfa
go

10. september 2013
Yfirlýsing frá Alcoa vegna breytinga á úrvalsvísitölu Dow Jones

Uppröðun þeirra fyrirtækja sem Dow Jones velur á lista fyrir hina árlegu úrvalsvísitölu (e. industrial average) á heimsvísu hefur engin áhrif á hæfni Alcoa til þess að halda stefnumörkun sinni í rekstri og við munum eins og áður einbeita okkur að því að tryggja arðsemi hluthafa í fyrirtækinu.

Við höldum áfram að byggja upp virðisaukandi rekstrareiningar og grípum þau sóknarfæri sem gefast á endamörkuðum, til dæmis í flug- og bifreiðaiðnaði. Einnig erum við að auka samkeppnishæfni okkar í súráls- og álframleiðslu.
 
Við einbeitum okkur að þeim hlutum sem við höfum stjórn á, skerpum forskot okkar í nýsköpun, höldum okkar sterku stöðu á endamörkuðum og bjóðum markaðsvænt verð á hráefni.