Áfram


Prentvæn útgáfa
go

20. ágúst 2013
Dagmar Ýr Stefánsdóttir ráðin upplýsingafulltrúi Fjarðaáls

Dagmar Ýr Stefánsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls og kemur hún til starfa í samfélagsteymi Fjarðaáls í október.

Erna Indriðadóttir, sem hefur gegnt starfi upplýsingafulltrúa Fjarðaáls frá því fyrirtækið hóf rekstur, sagði starfi sínu lausu síðastliðið vor og hverfur til annarra starfa.
 
Dagmar Ýr Stefánsdóttir varð stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum árið 2002 og útskrifaðist með BA próf í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri 2007. Hún starfaði sem fréttamaður á sjónvarpsstöðinni N4 og frá 2008 hefur hún verið forstöðumaður markaðs- og kynningarmála hjá Háskólanum á Akureyri.
 
Dagmar Ýr ólst upp í Jökuldalnum og því má segja að nú snúi hún aftur á heimaslóðir. Dagmar er gift Guðmundi Hinriki Gústavssyni og saman eiga þau soninn Hinrik Nóa.Smelltu á myndina til þess að stækka hana.


Dagmar Ýr Stefánsdóttir