Áfram


Prentvæn útgáfa
go

7. júní 2013
Ekki verður af orkuskerðingu til Fjarðaáls

Landsvirkjun mun ekki skerða orku til Alcoa Fjarðaáls vegna lágrar vatnsstöðu í Hálslóni eins og fyrirtækið tilkynnti Fjarðaáli í byrjun maí að gæti komið til framkvæmda ef ekki rættist úr fljótlega með nægilega auknu innrennsli í lónið. Á fréttavef Landsvirkjunar kemur nú fram að vorflóð séu hafin á vatnasviði Fljótsdalsstöðvar og hækki því hratt í Hálslóni þessa dagana. Sjá hér nánar frétt á vef Landsvirkjunar.

Þess má geta að strax í kjölfar tilkynningar Landsvirkjunar um fyrirhugaða skerðingu greip Fjarðaál þegar í stað til aðgerða og lækkaði straum um 30 MW að eigin frumkvæði í ljósi aðstæðna. Í ljósi þess að vatnsborð hækkar nú hratt í Hálslóni á ný og þess að ekki mun koma til skerðingar af hálfu Landsvirkjunar er á ný farið að auka straum til álframleiðslunnar.