Áfram

30. maí 2013
Yfirlýsing frá Alcoa vegna breytingar á lánshæfiseinkunn Moody's

Þrátt fyrir vonbrigði Alcoa með þá ákvörðun Moody's í gær að niðurfæra lánshæfiseinkunn Alcoa, er fyrirtækið staðráðið í að viðhalda lánshæfiseinkunn sinni og fylgja óbreyttri stefnumótun fyrir þetta ár sem hefur að markmiði að skapa jákvætt sjóðsstreymi.

Yfirstjórn Alcoa telur að yfirlýsing Moody's endurspegli frekar áhyggjur fyrirtækisins af almennu efnahagsástandi í heiminum og sveiflum á verði málma en lýsi ekki vantrausti matsfyrirtækisins á fjárhagslegan og rekstrarlegan styrk Alcoa.
 
Eiginfjárstaða félagsins er sterk, lausafjárstaðan góð og í náinni framtíð eru fá skuldabréf á gjalddaga.
 
Frekari upplýsingar
Sjá yfirlýsingu Alcoa