Áfram

17. maí 2013
Útblástur gróðurhúsalofttegunda minnkað um 23 prósent frá 2005

Alcoa birti nýlega árlega sjálfbærniskýrslu sína þar sem er farið yfir starfsemi fyrirtækisins á heimsvísu og áhrif hennar á samfélags- og umhverfismál á síðasta ári. Í skýrslunni kemur m.a. fram að útblástur gróðurhúsalofttegunda frá starfseminni á heimsvísu hefur minnkað um 23 prósent á undanförnum 7 árum.

Meðal áfanga í skýrslunni sem sýna góðar árangur Alcoa í umhverfis-og samfélagsmálum má nefna eftirfarandi:
  • Árlegur útblástur gróðurhúsalofttegunda hefur minnkað um 23% frá 2005.
  • Alcoa er og hefur verið hluti af sjálfbærnivísitölu Dow Jones í samfellt 11 ár.
  • Alcoa hlaut hin eftirsóttu verðlaun Catalyst 2012 fyrir að vinna markvisst að því að fjölga konum í starfsliði fyrirtækisins.
  • Alcoa hrinti af stað sérstöku heilbrigðisátaki, the Alcoa Global Wellness Initiative, þar sem sérstökum sjónum er beint að mikilvægustu þáttunum sem áhrif hafa á heilsu starfsmanna.
  • Alcoa og Alcoa Foundation vörðu meira en 40 milljónum dollara til að styðja við þúsundir samfélagsverkefna um allan heim.
  • Starfsmenn Alcoa vörðu rúmlega 800 þúsund klukkustundum til sjálfboðaliðastarfa í þágu verkefna í samfélögunum þar sem þeir starfa.
  • Fjárhagsuppgjör Alcoa fyrir 2012 var í samræmi við áætlanir þrátt fyrir mikla erfiðleika í ytra umhverfi, einkum að því er varðar óhagstæða þróun á álverði.
 
Klaus Kleinfeld, forstjóri og stjórnarformaður Alcoa, segir að mikilvægasta viðurkenningin fyrir árangur fyrirtækisins á sviði umhverfis- og samfélagsmála komi frá hluthöfum fyrirtækisins og nærsamfélögunum, þar sem Alcoa starfar. „Álið, þessi galdramálmur, gegnir lykilhlutverki þegar kemur að aukinni sjálfbærni í heiminum. Jákvæða þróun í þátt átt sjáum við alls staðar, bæði í atvinnulífinu og þjóðfélögum almennt um allan heim þar sem álnotkun eykst jafnt og þétt. Við munum halda áfram að sýna fram á gildi álnotkunar, þar sem ótvíræðir kostir álsins birtast meðal annars í léttleika þess, ótakmarkaðri endingu og óskertri endurnýtingarhæfni áls,“ segir Kleinfeld, en ál er hægt að nota aftur og aftur og aftur án þess að eiginleikar þess skerðist á nokkurn hátt.


Viltu skoða skýrsluna?


Smelltu á slóðina til þess að skoða skýrsluna (á ensku). Hún er 8 bls. að lengd.
skoða skýrsluna