Áfram


Prentvæn útgáfa
go

19. júní 2013
Samstarf við Boeing um aukna endurvinnslu áls

Boeingverksmiðjurnar og Alcoa undirrituðu sl. þriðjudag, á alþjóðlegu flugsýningunni í París, sérstakan samstarfssamning sem felur í sér að Alcoa mun framvegis taka við meira magni af leifum af áli sem fellur til hjá Boeing og búa til úr þeim nýja íhluti fyrir flugvélaverksmiðjurnar. Samstarfinu er einnig ætlað að hvetja framleiðendur rafeindabúnaðar fyrir Boeing til að taka þátt í verkefninu.

Alcoa mun taka við álleifum hjá Boeing í Auburn og Wichita og einnig birgjum Boeing, þar á meðal framleiðendum örgjörva, og flytja leifarnar til Alcoa í Lafayette í Indiana í Bandaríkjunum. Þar verða þær bræddar upp til framleiðslu á nýjum íhlutum, svo sem á vængjum og flugvélaskrokkum. Samstarfinu er einnig ætlað að hvetja hina fjölmörgu framleiðendur rafeindabúnaðar í Boeingflugvélar til þátttöku í verkefninu með því að afhenda álleifar sem falla til við framleiðslu þeirra til endurvinnslu hjá Alcoa. Gert er ráð fyrir að með þessum hætti verði unnt að endurvinna árlega um 3600 tonn.
 
Alcoa hefur allt frá stofnun verið leiðandi aðili í endurvinnslu áls, sem ólíkt öðrum málmum er algjörlega endurvinnanlegt auk þess sem gæði þess og endingartími rýrna ekkert við endurvinnsluna. Um 75% áls sem framleitt hefur verið frá upphafi álvinnslu í heiminum, árið 1888, er enn þann dag í dag í notkun.
Nánari upplýsingar

Sjá frétt Alcoa um samstarfið við Boeing um endurvinnslu áls.