Áfram

29. maí 2013
Alcoa leiðir þróunina í áliðnaði

Alcoa var í liðinni viku útnefnt sem leiðtoginn á heimsvísu í áliðnaði 2013 við upphaf verðlaunahátíðarinnar Platts Global Metals Awards, sem haldin var í London. Platts er ein fremsta upplýsingaveita heims á sviði orkumála, jarðolíufræða og málma. Alcoa hlaut viðurkenninguna fyrir að leiða þróunina í áliðnaði heimsins.

„Það er afar ánægjulegt að fyrirtækið skuli hljóta þessa viðurkenningu, sérstaklega núna, þegar Alcoa fagnar 125 ára afmæli sínu,“ sagði Klaus Kleinfeld, forstjóri og stjórnarformaður Alcoa við móttöku viðurkenningarinnar. „Viðurkenningin er mikill virðingarvottur við starfsfólk okkar um allan heim.“
 
Mikill fjöldi stjórnenda og fyrirtækja voru tilnefnd til verðlaunanna, en að lokum komust ellefu fyrirtæki í úrslit, sem öll þykja skara framúr á mörgum sviðum í rekstrinum, einkum er varðar afkomu, nýsköpun, vörugæði, öryggismál og framtíðarsýn.