Áfram

Fréttasafn ársins 2012

28. nóvember 2012
Forstjóri Fjarðaáls meðal fremstu kvenstjórnenda ársins
Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, hlaut nýlega Stevie-gullverðlaunin sem forstjóri ársins í hópi kvenna í atvinnurekstri í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku. Verðlaunaafhendingin fór fram í New York fyrr í mánuðinum.
meira

22. nóvember 2012
Þrjár afrekskonur hlutu styrk úr Spretti Haustúthlutun á styrkjum úr Spretti, afrekssjóði Alcoa og Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, til efnilegra íþróttamanna, þjálfara og íþróttafélaga fór fram á Egilsstöðum um liðna helgi. Að þessu sinni voru veittir átján styrkir, samtals að upphæð 950 þúsund krónur.
meira

14. nóvember 2012
Álvírar frá Fjarðaáli leiða rafmagn á Vopnafirði Álvírar frá Fjarðaáli eru í háspennustrengjum sem Rarik er að leggja þessa dagana frá aðveitustöðinni á Vopnafirði til Fiskimjölsverksmiðju HB Granda á staðnum. Strengirnir verða notaðir til að flytja rafmagn í rafskautaketil verksmiðjunnar og einnig í loftþurrkara sem er sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi sem er hitaður með rafmagni. Framleiðandi háspennustrengjanna er fyrirtækið Nexans í Karmoy í Noregi.
meira

11. nóvember 2012
Tesla S bíll ársins 2013 hjá Automobile Magazine Bandaríska bílatímaritið Automobile Magazine hefur valið rafmagnsbílinn Tesla S bíl ársins 2013. Bíllinn er í millistærðarflokki fólksbíla og eru bæði undirvagn og yfirbyggings bílsins eingöngu úr áli frá Alcoa.
meira

9. nóvember 2012
Flúor undir mörkum Eins og komið hefur fram tilkynnti Fjarðaál þann 5. október um niðurstöður úr árlegum sýnatökum á grasi í nágrenni Alcoa Fjarðaáls. Þær sýndu að styrkur flúors í grasinu var hærri á þessu ári en hann hefur verið undanfarin ár. Þá þegar var Umhverfisstofnun tilkynnt um málið jafnframt því sem ítarleg vinna hófst við greinigu á orsökum vandamálsins. Jafnframt fól Fjarðaál Náttúrustofu Austurlands að taka sýni úr heyfeng sumarsins á svæðinu til að greina ástand fóðursins.
meira

5. október 2012
Flúor í grasi í nágrenni Fjarðaáls jókst á árinu Niðurstöður úr árlegum sýnatökum á grasi í nágrenni Alcoa Fjarðaáls við Reyðarfjörð, sem fyrirtækinu voru afhentar síðastliðinn mánudag, sýna að styrkur flúors í grasinu er hærri á þessu ári en hann hefur verið undanfarin ár. Styrkurinn varðar þó ekki starfsleyfismörk fyrirtækisins. Umhverfisstofnun hefur þegar verið tilkynnt um niðurstöður mælinganna.
meira

24. september 2012
Alcoa kynnir burðarmeiri en léttari álfelgur fyrir þungaflutninga Alcoa Wheel and Transportation Products (AWTP) kynnti nýverið í Þýskalandi nýjar álfelgur sem þola leyfilega hámarksþyngd vöruflutninga á vegum. Burðarþol nýju felganna er meira en sambærilegra stálfelga sem í boði eru í dag.

meira

21. september 2012
Starfsfólk Alcoa heldur mikilli tryggð við fyrirtækið Alcoa er í hópi fimmtíu fyrirtækja í Bandaríkjunum, þar sem tryggð starfsfólks við vinnuveitanda sinn er hvað mest í atvinnulífinu. Þetta kom fram í tilkynningu frá Achievers, sérfræðifyrirtæki á sviði mannauðsmála í Bandaríkjunum. Þetta er annað árið í röð sem Alcoa er á þessum lista, þar sem fyrirtækinu er hrósað fyrir forystu á sviði mannauðsmála í því skyni viðhalda og auka ánægju starfsmanna.
meira

11. september 2012
Fjarðaálsfréttir tileinkaðar starfsemi í 5 ár Í nýjasta tölublaði Fjarðaálfrétta, sem nýlega komu út, er aðdragandi og upphaf framkvæmda við byggingu álsvers Alcoa Fjarðaáls rifjuð upp ásamt því sem fjallað er um starfsemi þess fyrstu fimm árin og þau áhrif sem vinnustaðurinn hefur haft á þróun samfélagsins eystra á þessum árum.
meira

10. september 2012
Gamla póstleiðin um Reindalsheiði endurmerkt Félagar í Göngufélagi Suðurfjarða og starfsmenn Fjarðaáls endurmerktu um helgina gömlu póstleiðina milli Fáskrúðsfjarðar og Breiðdals um Reindalsheiði, sem nú er ein mörgum vinsælum gönguleiðum ferðamanna um Austfirði. Samfélagssjóður Alcoa styrkir verkefnið um tæpar tvö hundruð þúsund krónur.
meira

7. september 2012
Íþróttasvæðið á Neskaupstað vinsælasti rúnturinn í bænum eftir snyrtiherferð sjálfboðaliða Hópur sjálfboðaliða á vegum Fjarðaáls, yfir 70 manns, tók sig saman um síðustu helgi til að vinna að endurbótum á íþróttasvæði Þróttar í Neskaupstað. Allt umhverfi íþróttavallarins var fegrað og snyrt, arfi reittur, veggir og geymslur málaðar og nýjar fánastangir settar upp. Árangurinn lét ekki á sér standa: Vinsælasti rúntur bæjarbúa um kvöldið var að aka framhjá íþróttasvæðinu til virða fyrir sér dagsverkið.
meira

27. ágúst 2012
Á þriðja þúsund í afmæli Fjarðaáls Fjölmenni var í afmælisveislu Alcoa Fjarðaáls, sem hélt upp á 5 ára starfsafmæli sitt í blíðskaparveðri sunnudaginn 26. ágúst. Vel á þriðja þúsund manns heimsóttu álverið enda fjölbreytt dagskrá í boði fyrir unga sem aldna.
meira

13. ágúst 2012
Glæsileg afmælisdagskrá Fjarðaáls þann 26. ágúst Í tilefni þess að nú eru fimm ár liðin frá því að álver Fjarðaáls hóf starfsemi sína og fyrsta álið var framleitt í kerskála fyrirtækisins, verður blásið til veislu sunnudaginn 26. ágúst nk. Mörgum er enn í minni hin miklu hátíðahöld sumarið 2007 þegar landsmönnum öllum var boðið til Reyðarfjarðar til þess að fagna fyrstu framleiðslunni en hér til hliðar sjást myndir frá þeirri hátíð.
 
Allir eru boðnir hjartanlega velkomnir!
meira

19. júlí 2012
Alcoa eignast Evermore Recycling, leiðandi fyrirtæki á sviði endurvinnslu áldósa Alcoa hefur eignast að fullu Evermore Recycling, leiðandi fyrirtæki á sviði endurvinnslu og framleiðslu áldósa, sem Alcoa átti með Novelis, stærsta kaupanda notaðra áldósa í heiminum. Alcoa tekur að fullu við stjórn Evermore 31. ágúst.
meira

10. júlí 2012
Lítils háttar tap á öðrum ársfjórðungi Tap af reglulegri starfsemi Alcoa, móðurfélags Fjarðaáls, nam um tveimur milljónum Bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi þessa árs, eða um 257 milljónum króna. Án tillits til afkomu af ákveðnum rekstrarþáttum námu tekjur af reglulegri starfsemi rúmri 61 milljón dollara, rúmlega 7,8 milljörðum króna. Þrátt fyrir lækkandi álverð var sjóðsstreymi gott og eiginfjárstreymið jákvætt.
meira

10. júlí 2012
Íslendingar sækja námskeið í þjóðgarðafræðum til Bandaríkjanna Samfélagssjóður Alcoa (Alcoa Foundation), bandaríska stofnunin The American-Scandinavian Foundation (ASF) og Vinir Great Smokey Mountain þjóðgarðsins í Bandaríkjunum (Friends of Great Smoky Mountains National Park) hafa skipulagt tvö þriggja vikna námskeið í þjóðgarðafræðum fyrir Íslendinga.
meira

25. júní 2012
Nýr Tesla S úr áli frá Alcoa Fulltrúar Alcoa voru viðstaddir frumsýningu á rafmagnsbílnum Tesla S, sem fram fór í síðustu viku í Bandaríkjunum. Yfirbygging bílsins, sem er fjögurra dyra fjölskyldubíll í millistærðarflokki, er úr áli frá Alcoa og er bíllinn aðeins 5,6 sekúndur í 100 km/klst. Þar sem bíllinn er eingöngu með rafmagnsmótor framleiðir hann engar gróðurhúsalofttegundir.
meira

20. júní 2012
Konur fylltu mötuneyti Fjarðaáls á kvenréttindadaginn Eins og undanfarin ár bauð Alcoa Fjarðaál konum á Austurlandi til kvennakaffis í tilefni kvenréttindadagsins þann 19. júní. Alls þáðu um tvö hundruð konur boðið, en margir starfsmenn buðu mæðrum sínum, konum og dætrum í kaffið.
meira

14. júní 2012
Byltingarkennd utanhússklæðning frá Alcoa eykur loftgæði og dregur úr rykmengun Dótturfyrirtæki Alcoa, Alcoa Architectural Products hefur þróað byltingarkennda efnablöndu sem er brennd inn í formálaðar utanhússklæðningar úr áli og veldur því að óhreinindi á yfirborði húsklæðninganna leysast upp. Þessi nýja tækni eykur loftgæði í nálægu umhverfi og dregur úr rykmengun. Efnablandan inniheldur títandíoxíð, sem gengur í samband við sólarbirtu og vatn og framkallar þessi jákvæðu áhrif. Utanhússklæðningin frá Alcoa er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum.
meira

9. júní 2012
Ný kersmiðja Alcoa Fjarðaáls tekin til starfa Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra og starfandi iðnaðarráðherra og Janne Sigurðsson forstjóri Alcoa Fjarðaáls opnuðu formlega nýja kersmiðju Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði í dag að viðstöddum þingmönnum, sveitarstjórnarmönnumog fleiri góðum gestum. Fjöldi starfsmanna Alcoa Fjarðaáls var einnig við athöfnina. Í kjölfarið hóf smiðjan starfsemi og lauk þar með endanlega byggingu álversins, sem hófst árið 2004.
meira

31. maí 2012
Central Park í NY og Alcoa í samstarf um sorphirðu í almenningsgarðinum Alcoa og Samfélagssjóður Alcoa hafa gert samstarfssamning við Central Park Conservancy í New York, sem er sjálfseignarstofnun sem annast umhirðu og viðhald í þessum stærsta og vinsælasta almenningsgarði heims.
meira

26. maí 2012
Samfélagsdagur á Austurlandi Um 350 sjálfboðaliðar úr Fjarðabyggð, af Fljótsdalshéraði og frá Seyðisfjarðarkaupstað, unnu að margvíslegum sjálfboðaliðaverkefnum í sumarblíðunni á Austurlandi í dag.  Starfsmenn Alcoa Fjarðaáls skipulögðu af þessu tilefni 4 ACTION verkefni, sem styrkt eru af Samfélagssjóði Alcoa í Bandaríkjunum.  En sjálfboðaliðastarf er fastur liður í starfsemi fyrirtækisins um allan heim.
meira

25. maí 2012
Einstakt verkefni Sjálfbærniverkefni Alcoa og Landsvirkjunar var sett á laggirnar árið 2004, en þar komu saman fulltrúar ýmissa hópa sem voru bæði fylgjandi og andvígir framkvæmdunum á Austurlandi og  tóku sameiginlega ákvörðun um að fylgjast með ýmsum þáttum sem snúa að áhrifum þeirra bæði á Austurlandi og á landsvísu.  Á fundi Festu og Þekkingarnetsins  sem nýlega var haldinn í Reykjavík, var í raun um fyrstu formlegu kynningu á verkefninu að ræða, en verkefnið mun standa yfir í að minnsta kosti 20 ár.  Rúmlega 40 manns komu á fundinn.
meira

25. maí 2012
Ál leikur mikilvægt hlutverk í umhverfismálum Á ársfundi Samáls, samtaka álframleiðenda á Íslandi, sem haldinn var nýlega, var fjallað um ál, umhverfi og ábyrgð fyrirtækja. Á fundinum, sem Ruth Elfarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá Alcoa Fjarðaáli, stýrði, fluttu ávarp þau Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls og formaður Samáls, Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, Will Savage, framkvæmdastjóri Samtaka breskra álframleiðenda, og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samáls.
meira

23. maí 2012
Bongóblíðu spáð á samfélagsdegi á Austurlandi á laugardag Laugardaginn 26. maí nk. taka sveitarfélögin á Mið-Austurlandi og starfsmenn Alcoa Fjarðaáls saman höndum ásamt íbúum landshlutans og láta gott af sér leiða í þágu samfélagsins.
meira

11. maí 2012
Góðir gestir í heimsókn hjá Alcoa Fjarðaáli Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum á þriðjudaginn og skrifaði m.a. undir samninga um verkefni og framkvæmdir á Austurlandi fyrir rúman milljarð króna. Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra og settur iðnaðarráðherra notaði tækifærið og heimsótti Fjarðaál í leiðinni ásamt aðstoðarmanni sínum Gunnari Tryggvasyni.
meira

8. maí 2012
Alcoa eitt af 100 grænustu fyrirtækjum Kína Alcoa var nýlega útnefnt sem eitt af 100 grænustu fyrirtækjunum í Kína, en listinn birtist í tímaritinu Green Company Magazine þar í landi. Tímaritið birtir árlega lista yfir sjálfbærustu fyrirtækin þar í Kína og er þetta annað árið í röð sem Alcoa er hrósað fyrir framúrskarandi árangur í umhverfismálum með sæti á listanum.
meira

2. maí 2012
Um 100 manns ráðin til sumarafleysinga Liðlega 450 manns sóttu um sumarstörf hjá Alcoa Fjarðaáli og hafa rúmlega eitt hundrað manns verið ráðin úr þeim hópi. Það er svipaður fjöldi og undanfarin ár.
meira

26. apríl 2012
Alcoa Fjarðaál og Samfélagssjóður Alcoa: Yfir 142 milljónir til samfélagsverkefna á Austurlandi 2011 Alcoa Fjarðaál og Samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum afhentu í gær rúmlega 27 milljónir króna í samfélagsstyrki til rúmlega þrjátíu félagasamtaka og stofnana á Austurlandi. Á síðasta ári námu samfélagsstyrkir Fjarðaáls og samfélagssjóðsins hér á landi rúmlega 142 milljónum króna, sem var varið  til um 50 aðila.
meira

12. apríl 2012
Aukin framleiðni og betri markaðsaðstæður meginástæða afkomu Alcoa á 1. ársfjórðungi Alcoa, móðurfélag Fjarðaáls, skilaði tæplega 12 milljarða króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Niðurstaðan sýnir jákvæðan viðsnúning uppá rúma 36 milljarða króna frá síðasta ársfjórðungi 2011 þegar fyrirtækið skilaði 24 milljarða króna tapi. Skýrist hin jákvæða niðurstaða nú fyrst og fremst af aukinni framleiðni og betri markaðsaðstæðum, aðallega vegna aukinnar eftirspurnar eftir áli í bíla- og flugvélaiðnaði.
meira

19. mars 2012
Flýtibílar: umhverfisvænar samgöngur Fundur um framtíð flýtibíla á Íslandi verður haldinn í Tjarnarbíói þriðjudaginn 20. mars kl. 15:00-16:30. Fjallað verður um samgöngur, kostnað við að eiga bíl og hugmyndir um innleiðingu á flýtibílum á Íslandi. Þjónustu með flýtibíla er að finna víða erlendis og felst í því að hægt sé að leigja bíla til lengri eða skemmri tíma. Markmiðið er að setja á laggirnar nýtt samgöngukerfi og auka þannig valkosti í samgöngum.
meira

5. mars 2012
Nýr spennir tekinn í notkun hjá Fjarðaáli Afriðillinn sem skemmdist í bruna hjá Fjarðaáli í desember 2010 hefur verið endurnýjaður og tekinn í notkun á ný. Skipta þurfti um spenni í honum en unnt var að gera við aðra hluta hans. Nú hefur straumur til kera álversins verið aukinn á ný og er verksmiðjan smátt og smátt að ná upp sínum fyrri afköstum, en draga þurfti úr straumi til keranna í kjölfar brunans.
meira

1. mars 2012
Starfsmenn álvers í Miðausturlöndum þjálfaðir hér á landi Alcoa og sádí-arabíska námufyrirtækið Ma’aden byggja um þessar mundir eitt af stærri álverum heims í Sádí-Arabíu í Ras Al-Khair á austurströnd konungdæmisins. Þetta er í fyrsta sinn sem Alcoa tekur þátt í að reisa álver í Miðausturlöndum.
meira

20. febrúar 2012
Ráðinn yfirmaður kerskálaþjónustu Fjarðaáls Ingólfur Þór Ágústsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri kerskálaþjónustu Fjarðaáls. Fréttatilkynning 20. febrúar 2012.
meira

8. febrúar 2012
Fjarðaál gæðavottað Alcoa Fjarðaál við Reyðarfjörð hefur staðist alþjóðlega og óháða vottunarúttekt BSI á gæða- og stjórnunarstöðlunum ISO 9001 og 14001 auk OHSAS 18001, en þeir snúa allir að vinnuferlum í gæða-, umhverfis-, heilsu- og öryggisstjórnkerfi álversins. Fjarðaál er fjórða fyrirtækið á Íslandi sem fær faggilda vottun á þessum þremur stjórnunarstöðlum og rekur jafnframt umfangsmestu starfsemina.
meira

6. janúar 2012
Alcoa dregur úr álframleiðslu Í ljósi aðstæðna á álmörkuðum heimsins og lækkandi álverðs hefur Alcoa tilkynnt að dregið verði úr heildarframleiðslu áls um tólf prósent, eða um sem nemur 531 þúsund tonni á ári. Markmiðið er að draga úr kostnaði og styrkja samkeppnishæfni Alcoa á álmörkuðum heimsins, en álverð hefur fallið um 27 prósent frá hæsta verði 2011.
meira

3. janúar 2012
Janne Sigurðsson ráðin forstjóri Fjarðaáls Janne Sigurðsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Alcoa Fjarðaáls, hefur verið ráðin forstjóri Fjarðaáls frá og með 1. janúar 2012 í stað Tómasar Más Sigurðssonar, sem hefur tekið við starfi forstjóra Alcoa í Evrópu með aðsetri í Genf. Jafnframt hefur Magnús Þór Ásmundsson, framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar og skautsmiðju hjá Fjarðaáli, tekið við starfi forstjóra Alcoa á Íslandi í stað Tómasar Más Sigurðssonar.
meira