Áfram

11. nóvember 2012
Tesla S bíll ársins 2013 hjá Automobile Magazine

Bandaríska bílatímaritið Automobile Magazine hefur valið rafmagnsbílinn Tesla S bíl ársins 2013. Bíllinn er í millistærðarflokki fólksbíla og eru bæði undirvagn og yfirbyggings bílsins eingöngu úr áli frá Alcoa.

Yfirbygging Tesla S er mjög straumlínulöguð og með litla vindmótstöðu og það tekur þennan háþróaða fimm manna rafmagnsbíl því aðeins rúmar 5,6 sekúndur að fara úr kyrrstöðu í 100 km hraða á klukkustund. Af augljósum ástæðum er enginn útblástur gróðurhúsalofttegunda frá bílnum.
 
Fulltrúi Automobile Magazine sagði þegar tilkynnt var um valið að kraftur bílvélarinnar hefði ráðið úrslitum: „Það er þessi geggjaði en algerlega hljóðlausi kraftur sem fær mann til að þrýstast aftur í sætinu sem gerði útslagið. Við, sem prófuðum bílinn, stefndum öll ökuskírteini okkar í hættu.“ Hann bætti því við að allir nýir bílar væru kynntir sem byltingarkenndir, en þessi bíll væri það í raun og veru og það hefði verið erfitt að finna réttu orðin til að lýsa upplifuninni þegar sest var niður til að ræða málin. „Þetta minnti okkur á þau tímamót sem urðu þegar við fengum fyrst iPhone í hendurnar."
 
Mark Vrablec, forstjóri Alcoa Aerospace, Transportation and Industrial Products, segir að þau hjá Alcoa hafi ávallt hafa verið hrifin af þessum byltingarkennda álbíl sem Tesla S sé og það sé mikil viðurkenning fyrir framleiðandann að virtur aðili á borð við Automobile Magazine skuli útnefna Tesla bíl ársins 2013. „Við óskum starfsfólki Tesla innilega til hamingju með verðlaunin og við munum fylgjast áfram spennt með þeim krefjandi og skemmtilegu verkefnum sem framundan eru hjá framleiðandanum.“
 
Nánari upplýsingar:

• Frétt Alcoa Inc.
• Umfjöllun um Tesla S á vef Automobile Magazine 
• Vefur Tesla Motors Smelltu á myndina til þess að stækka hana.


Rennilegur bíll


Tesla S er einstaklega rennilegur í útliti, og að sjálfsögðu hljóðlaus.