Áfram

5. október 2012
Flúor í grasi í nágrenni Fjarðaáls jókst á árinu

Niðurstöður úr árlegum sýnatökum á grasi í nágrenni Alcoa Fjarðaáls við Reyðarfjörð, sem fyrirtækinu voru afhentar síðastliðinn mánudag, sýna að styrkur flúors í grasinu er hærri á þessu ári en hann hefur verið undanfarin ár. Styrkurinn varðar þó ekki starfsleyfismörk fyrirtækisins. Umhverfisstofnun hefur þegar verið tilkynnt um niðurstöður mælinganna.

Nokkrir samverkandi þættir skýra ástæðu hækkunarinnar, m.a. bilun í tæknibúnaði, sem búið er að gera við. Nýjar mælingar staðfesta að meðaltalsgildi flúors frá álverinu er nú komið í eðlilegt horf.

Í samræmi við starfsleyfi Fjarðaáls verða áhrif þessararar tímabundu flúoraukningar nú rannsökuð sérstaklega. Fjarðaál mun halda áfram að vinna að úrlausn málsins í samvinnu við Umhverfisstofnun og hagsmunaaðila í Fjarðabyggð.

Fréttatilkynning frá Fjarðaáli 5. október 2012.
Smelltu á myndina til þess að stækka hana.


Rannsóknir og vöktun


Við hönnun álvers Alcoa Fjarðaáls var nýjasta tækni notuð til að draga úr mengun og vernda andrúmsloft, vatn og jarðveg. Fyrirtækið stendur einnig fyrir umfangsmiklu vöktunarferli til að meta og vernda heilsu manna og náttúrulegar auðlindir í Fjarðabyggð.
skoða síðu um rannsóknir og vöktun