Áfram

24. september 2012
Alcoa kynnir burðarmeiri en léttari álfelgur fyrir þungaflutninga

Alcoa Wheel and Transportation Products (AWTP) kynnti nýverið í Þýskalandi nýjar álfelgur sem þola leyfilega hámarksþyngd vöruflutninga á vegum. Burðarþol nýju felganna er meira en sambærilegra stálfelga sem í boði eru í dag.


Kynningin fór fram á alþjóðlegu atvinnubílasýningunni í Hannover, þar sem Alcoa kynnti fjórar nýjar álfelgur. Tvær þeirra þola leyfilegt hámarkburðarálag á hvert hjól á langflutningabifreiðum enda þótt þær séu á bilinu 37-44% léttari en stálfelgur af sömu gerð.
 
Önnur nýju álfelganna sem er ætluð undir tengivagna er 2,1 kg léttari en fyrri álfelgur Alcoa af sömu gerð á sama tíma og hún ber 6% meiri þunga, eða 5,5 tonn að hámarki á hvert hjól. Sambærilegar stálfelgur eru 22,8 kg þyngri en þessi nýja álfelga Alcoa. Hin álfelgan, sem ætluð er undir stærri pallbíla, er 37% léttari en sambærileg stálfelga og er gefin upp fyrir fimm tonna hámarksþyngd á hvert hjól.
 
Nánari upplýsingar
Sjá nánari upplýsingar á vef Alcoa.
Smelltu á myndina til þess að stækka hana.