Áfram

10. september 2012
Gamla póstleiðin um Reindalsheiði endurmerkt

Félagar í Göngufélagi Suðurfjarða og starfsmenn Fjarðaáls endurmerktu um helgina gömlu póstleiðina milli Fáskrúðsfjarðar og Breiðdals um Reindalsheiði, sem nú er ein mörgum vinsælum gönguleiðum ferðamanna um Austfirði. Samfélagssjóður Alcoa styrkir verkefnið um tæpar tvö hundruð þúsund krónur.

Reindalsheiði er gömul vörðuð póstleið og var aðalleið milli Breiðdals og Fáskrúðsfjarðar áður en vegasamband komst á. Gönguleiðin er um 9 kílómetrar og er bæði falleg og skemmtileg og víðsýnt úr skarðinu.
 
Þátttakendum var skipt í tvo hópa sem merktu leiðina frá báðum endastöðum, við Tungu í Fáskrúðsfirði og Gilsá í Breiðdal.
 
Eiríkur Ólafsson, ábyrgðarmaður verkefnisins og starfsmaður Fjarðaáls segir að fimmtán manna hópur hafi tekið þátt í verkefninu, félagar í Göngufélagi Suðurfjarða og nokkrir starfsmenn Fjarðaáls. Þeir sem lengst gengu fóru tæpa 18 km og náðist að klára verkið í blíðskaparveðri.
 Smelltu á myndina til þess að stækka hana.


Tekið til hendinni


Göngugarparnir létu ekki sitt eftir liggja eins og myndirnar sýna.Smelltu á myndina til þess að stækka hana.
Smelltu á myndina til þess að stækka hana.
Smelltu á myndina til þess að stækka hana.