Áfram

13. ágúst 2012
Glæsileg afmælisdagskrá Fjarðaáls þann 26. ágúst

Í tilefni þess að nú eru fimm ár liðin frá því að álver Fjarðaáls hóf starfsemi sína og fyrsta álið var framleitt í kerskála fyrirtækisins, verður blásið til veislu sunnudaginn 26. ágúst nk. Mörgum er enn í minni hin miklu hátíðahöld sumarið 2007 þegar landsmönnum öllum var boðið til Reyðarfjarðar til þess að fagna fyrstu framleiðslunni en hér til hliðar sjást myndir frá þeirri hátíð.
 
Allir eru boðnir hjartanlega velkomnir!

Afmælisdagskrá sunnudaginn 26. ágúst
 
Kl. 12.00 - 18:00 Skoðunarferðir um álverið
Farið verður á fimmtán mínútna fresti á þrjá staði:
     - Með rútu að austurenda kerskála og þar inn í þverganginn.
     - Gangandi inn í kersmiðju, kranaverkstæði og Miðgarð.
     - Með rútu í skautsmiðju og steypuskála.
Ekki er aldurstakmark í ferðunum, en börn yngri en 16 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum. Gestir fá hjálm og öryggisgleraugu og þurfa að vera í góðum gönguskóm.
 
Kl. 14.00 Dagskrá hefst á sviði á bílaplaninu
Lúðrasveit Norðfjarðar, Bergþór Pálsson og Karlakórinn Glaður Eskifirði hefja hátíðardagskrána á sviði sem sett verður upp við bílaplan starfsmanna.
Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, býður afmælisgesti velkomna. Kynnir verður Anna Björk Hjaltadóttir, ferliseigandi álframleiðslu.
 
Kl. 14.30 Ýmislegt í boði fyrir unga jafnt sem aldna
Hoppukastalar verða opnaðir og ekki mun vanta rjómaís og candy floss. Álbandið rokkar á sviðinu. Kaffiveitingar verða í matsalnum, þar sem hljómsveitin HildirHans, með Kára Kolbeins í iðnaðarmannateymi steypuskála, leikur ljúfa tóna. Sýning verður á verkum úr áli eftir íslenska hönnuði og starfsmenn í álverinu sýna ljósmyndir. Gestum stendur til boða að reyna sig í kranahermi. Í Miðgarði leikur Skarphéðinn Haraldsson trúbador fyrir gesti í skoðunarferðum, en Skarphéðinn er á B – vakt í steypuskálanum.

Kl. 14.45 Skemmtidagskrá á sviði - Fyrra rennsli
Jóhannes Haukur og Ævar Þór grínast, Álbandið leikur, Ingó töframaður sýnir ótrúleg töfrabrögð og Lilli klifurmús og Mikki refur skemmta gestum.

Kl. 16.30 Skemmtidagskrá á sviði - Seinna rennsli
Jóhannes Haukur og Ævar Þór grínast, Álbandið leikur, Ingó töframaður sýnir ótrúleg töfrabrögð og Lilli klifurmús og Mikki refur skemmta gestum.

Kl. 18.00 – 18.45 Tónleikar með Coney Island Babies
Í hljómsveitinni Coney Island Babies eru meðal annarra þeir Guðmundur Höskuldsson, gítarleikari og umsjónarmaður ofnasvæðis steypuskálans og Geir Sigurpáll Hlöðversson, söngvari og gítarleikari, ásamt því að vera framkvæmdarstjóri umhverfis, heilsu og öryggis hjá Fjarðaáli.
Hljómsveitin leikur efni af nýjum geisladisk, Morning to Kill, sem hlotið hefur frábærar viðtökur
 
Kl. 20.00 – 21.30. „Sumarkveðja" í Tónlistarmiðstöð Austurlands
Í tilefni þess að 120 ár eru liðin frá fæðingardegi Inga T. Lárussonar, sem fæddist á Seyðisfirði 26. ágúst 1892, verða haldnir tónleikar honum til heiðurs í Tónlistarmiðstöð Austurlands kl. 20.00. Á tónleikunum, sem bera yfirskriftina „Sumarkveðja“, verða öll lög Inga, 34 talsins, flutt af kórum og einsöngvurum.
Aðgangur á tónleikana er ókeypis í boði Alcoa Fjarðaáls í tilefni fimm ára framleiðsluafmælis fyrirtækisins.

Myndir frá opnunarhátíð 2007
Smelltu á myndina til þess að stækka hana.
Smelltu á myndina til þess að stækka hana.
Smelltu á myndina til þess að stækka hana.
Smelltu á myndina til þess að stækka hana.