Áfram

10. júlí 2012
Lítils háttar tap á öðrum ársfjórðungi

Tap af reglulegri starfsemi Alcoa, móðurfélags Fjarðaáls, nam um tveimur milljónum Bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi þessa árs, eða um 257 milljónum króna. Án tillits til afkomu af ákveðnum rekstrarþáttum námu tekjur af reglulegri starfsemi rúmri 61 milljón dollara, rúmlega 7,8 milljörðum króna. Þrátt fyrir lækkandi álverð var sjóðsstreymi gott og eiginfjárstreymið jákvætt.

Tekjur af reglulegri starfsemi námu um sex milljörðum dollara, tæpum 770 milljörðum króna. Sjóðsstreymi var gott á ársfjórðungnum og skuldir lækkuðu þrátt fyrir 4% verðlækkun á áli á ársfjórðungnum og 18% frá sama tíma í fyrra. Í lok annars ársfjórðungs nam laust fé frá rekstri um 69 milljörðum króna ($537 million), jákvætt sjóðstreymi nam 31,6 milljarði ($246 million) og handbært fé nam 218 milljörðum króna ($1.7 billion).
 
„Alcoa býr við stöðugar og góðar tekjur og trausta lausafjárstöðu, sem þakka ber mikilli arðsemi af hálfunnum og fullunnum afurðum fyrirtækisins og ströngu kostnaðaraðhaldi ásamt bættum árangri í rekstri álveranna,“ segir Klaus Kleinfeld, stjórnarformaður og forstjóri Alcoa.
 
Hann segir að þrátt fyrir lækkandi álverð séu grundvallarstoðir álmarkaðarins traustar vegna mikillar eftirspurnar og kröfu álkaupenda um stuttan afhendingartíma. Skjótur afgreiðslutími er einmitt einn höfuðstyrkleika Alcoa, einkum og sér í lagi þegar kemur að afgreiðslu á dýru áli fyrir flugvélaiðnaðinn og bifreiðaframleiðendur um heim allan. Kleinfeld segir að spár Alcoa um 7% aukna eftirspurn eftir áli á árinu haldist óbreyttar.
 
Sjá hér frekari upplýsingar um afkomu Alcoa (á ensku).