Áfram

20. júní 2012
Konur fylltu mötuneyti Fjarðaáls á kvenréttindadaginn

Eins og undanfarin ár bauð Alcoa Fjarðaál konum á Austurlandi til kvennakaffis í tilefni kvenréttindadagsins þann 19. júní. Alls þáðu um tvö hundruð konur boðið, en margir starfsmenn buðu mæðrum sínum, konum og dætrum í kaffið.

Janne Sigurðsson, forstjóri Fjarðaáls, ávarpaði samkomuna og fulltrúi frá Jafnréttisstofu kynnti starfsemi stofnunarinnar og jafnréttislögin. Einnig var boðið upp á skemmtiatriði og í lokin var farið í skoðunarferð um álverið.
 
Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Baráttan hafði staðið frá árinu 1885 þó fyrsta opinbera krafan um kosningarétt kvenna hafi ekki komið fram fyrr en árið 1895. 



Smelltu á myndina til þess að stækka hana.


Forstjóri flutti ávarp




Smelltu á myndina til þess að stækka hana.


Fullt mötuneyti


Konur fylltu mötuneyti Fjarðaáls á kvenréttindadaginn.