Áfram

25. júní 2012
Nýr Tesla S úr áli frá Alcoa

Fulltrúar Alcoa voru viðstaddir frumsýningu á rafmagnsbílnum Tesla S, sem fram fór í síðustu viku í Bandaríkjunum. Yfirbygging bílsins, sem er fjögurra dyra fjölskyldubíll í millistærðarflokki, er úr áli frá Alcoa og er bíllinn aðeins 5,6 sekúndur í 100 km/klst. Þar sem bíllinn er eingöngu með rafmagnsmótor framleiðir hann engar gróðurhúsalofttegundir.

Þar sem yfirbygging bílsins og stoðhlutir hennar eru eingöngu úr áli er nýi bíllinn mun léttari heldur en hefðbundnir bílar í sama stærðarflokki. Styrkleiki málmsins og öryggi farþega er framúrskarandi enda framleiðir Alcoa ýmsar tegundir áls með mismunandi eiginleika, þar sem krafa um mikinn styrkleika kemur víða við sögu.
 
Að sögn George Blankenship, aðstoðarforstjóra Tesla Motors, er mjög verulegur hluti þessa nýja fjölskyldubíls eingöngu úr áli, þar á meðal allt ytra byrðið. Það geri kleift að halda þyngd hans í lágmarki og auka að sama skapi drægi rafmagnsvélarinnar.
 
Mark Vrablec, forstjóri Alcoa Aerospace, Transportation and Industrial Products, segir að Tesla S sé skýr vitnisburður um framúrskarandi hönnun og ekki síst það frumkvöðlastarf sem fram fer hjá Tesla Motors.
 
Tesla S var afhentur fyrsta kaupandanum á frumsýningardaginn. Framleiðslugeta bílaverksmiðjunnar verður aukin á þessu ári og er gert ráð fyrir að afhenda fimm þúsund bíla fyrir árslok. Fyrirtækinu hafa þegar borist pantanir í tíu þúsund bíla í millistærðarflokki eins og S módelið.
 
Tesla Motors var stofnað af nokkrum verkfræðingum í Kísildal í Bandaríkjunum árið 2003. Fyrsti bíllinn, Tesla Roadster, kom á markað 2008.

Frekari upplýsingar
Frétt á vef Alcoa
Tesla Motors 


Tesla módel S


Þessi einstaki bíll er aðeins 5,6 sekúndur að ná 100 km hraða sem er sérstaklega athyglisvert af rafmagnsbíl að vera. Næstum allur málmur sem sést á bílnum er ál.