Áfram

8. desember 2011
Kveikt á hæsta íslenska jólatrénu í ár

Ljós voru nýlega tenduð á hæsta íslenska jólatrénu í ár við hátíðlega athöfn hjá Alcoa Fjarðaáli á Reyðarfirði. Börn frá leikskólunum Dalborg og Lyngholti komu í heimsókn og sungu jólalög við athöfnina, sem haldin var miðvikudaginn 7. desember.

Tréð, sem er um 13,5 m metra hátt sitkagreni, var nýlega fellt í Hallormsstaðaskógi.
 
Að sögn Þórs Þorfinnssonar, skógarvarðar hjá Skógrækt ríkisins, var tréð gróðursett 1979, en fræið er ættað frá Homer í Alaska.
„Tréð var gróðursett af norskum hópi skógræktarfólks sem kom hingað í vinnuferð árið 1979 og þá gróðursetti hópurinn m.a. þetta tré. Það hefur vaxið einstaklega hratt, eða um 40 cm á ári og var orðið 13,5 metra hátt. Þvermál bolsins er tæpir 40 cm við jörð, og ummálið því kringum 116 cm."
 
Engin stög eru notuð til að halda trénu uppréttu heldur var neðsti hluti þess settur ofan í járnhólk, sem steyptur var í níðþunga undirstöðu. Tréð skartar nú sínu fegursta, starfsmönnum öllum til yndisauka.Smelltu á myndina til þess að stækka hana.


Dansað í kringum jólatréð


Börn frá leikskólunum Dalborg og Lyngholti komu í heimsókn og sungu jólalög við athöfnina, sem haldin var miðvikudaginn 7. desember. Að því loknu fengu allir hressingu, heitt kakó og piparkökur.