Áfram

3. nóvember 2011
Alcoa heiðrað af Samtökum kvenna í atvinnulífinu í NY

Alcoa hlaut nýlega viðurkenningu Samtaka kvenna í atvinnulífinu í New York (The Women’s Forum of New York) sem „framúrskarandi fyrirtæki“ (Corporate Champion) fyrir góðan árangur í jafnréttismálum vegna þess að hjá Alcoa eru 40 prósent stjórnarmanna fyrirtækisins konur.

Alcoa var meðal fimmtíu og tveggja tilnefndra fyrirtækja, en viðurkenningin var veitt á morgunverðarfundi samtakanna, sem að þessu sinni fór fram í Kauphöllinni í NY, New York Stock Exchange.
 
„Konurnar í stjórn Alcoa, þær Judy Gueron, Kathryn Fuller og Pat Russo, eiga verulegan þátt í velgengni Alcoa,“ sagði Klaus Kleinfeld, forstjóri og stjórnarformaður fyrirtækisins við þetta tækifæri. „Víðtæk reynsla þeirra og einstök nálgun viðfangsefna hefur skipað þeim í hóp framúrskarandi stjórnenda. Hæfileikar þeirra eru mikils metnir hjá Alcoa,“ sagði Kleinfeld ennfremur.
 
Nánari upplýsingar um starfsferil Judy Gueron, Kathryn Fuller og Pat Russo hjá Alcoa finnur þú hér.