Áfram

29. nóvember 2011
Úthlutað úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa

Sprettur Afrekssjóður UÍA og Alcoa styrkir árlega ungt og efnilegt íþróttafólk á Austurlandi til frekari afreka og öflugrar þjálfunar, og íþróttafélög á svæðinu til góðra verka. Í úthlutunarnefnd sjóðsins sitja þau Hreinn Halldórsson og Helga Jóna Jónasdóttir fyrir hönd UÍA og Guðný Björg Hauksdóttir og Hilmar Sigurbjörnsson fyrir hönd Alcoa. Þau fengu svo sannarlega að velta vöngum þetta haustið en 37 umsóknir, hver annarri frambærilegri, bárust í sjóðinn að þessu sinni.

Síðastliðinn laugardag fór fram formleg afhending styrkja úr sjóðnum í íþróttahúsinu á Reyðarfirði.
 
Afreksstyrki hlutu:
Heiðdís Sigurjónsdóttir frjálsíþrótta- og knattspyrnukona í Hetti  100.000 kr
Lilja Einarsdóttir, blakkona í Þrótti 100.000 kr

Þar sem einungis eru veittir þrír afreksstyrkir ár hvert og úthlutunarnefnd reyndist ógerningur að gera upp á milli tveggja umsækenda var ákveðið að þeir skiptu með sér einum styrk. Þeir Andrés Kristleifsson og Eysteinn Bjarni Ævarsson körfuknattleiksmenn úr Hetti  hlutu því hvor um sig 50.000 kr.

Iðkendastyrki hlutu:
Alexandra Sigurþórsdóttir, fimleikakona úr Hetti 50.000 kr
Eiríkur Ingi Elísson, skíðamaður úr Skíðafélaginu í Stafdal. 50.000 kr
Lilja Tekla Jóhannsdóttir, skíðakona úr Þrótti 50.000 kr
Ragnar Pétursson, knattspyrnumaður úr Hetti 50.000 kr
Örvar Þór Guðnason, frjálsíþróttamaður í Hetti. 50.000 kr
 
Þjálfarastyrki hlutu:
Eysteinn Húni Hauksson, knattspyrnuþjálfari hjá Hetti 60.000 kr
Fimleikadeild Hattar 50.000 kr
Bjartur Þór Jóhannsson, skíðaþjálfari hjá Þrótti 40.000 kr
 
Félagsstyrki hlutu:
Skautafélag Austurlands 50.000 kr vegna uppbyggingar vélfrysts skautasvells
Blakdeild Hattar 50.000 kr vegna blakæfinga fyrir 10-12 ára
Skíðadeildir Austra, Vals og Þróttar 50.000 kr vegna Skíðaskóla.Smelltu á myndina til þess að stækka hana.


Ánægðir styrkhafar


Á myndinni má sjá styrkhafa ásamt Guðnýju Björgu Hauksdóttur fulltrúa úthlutunarnefndar. Á myndina vantar nokkra af styrkhöfum.