Áfram

12. október 2011
Afkoma Alcoa betri á 3. ársfjórðungi en á sama tímabili 2010

Afkoma Alcoa, móðurfélags Fjarðaáls, var betri á þriðja ársfjórðungi þessa árs en á sama tímabili 2010. Tekjur drógust saman milli annars og þriðja ársfjórðungs þessa árs, einkum vegna lækkandi heimsmarkaðsverðs á áli og minni eftirspurnar í Evrópu.

Hagnaður af reglulegri starfsemi á nýliðnum þriðja ársfjórðungi nam 172 milljónum dollara eða 19,9 milljörðum ísl. kr. Það er 182% aukning frá sama tímabili 2010, en 47% minni hagnaður en á öðrum ársfjórðungi þessa árs.
 
Tekjur á þriðja ársfjórðungi námu alls 6,4 milljörðum dala eða 740 milljörðum króna. Það er 21% aukning frá sama tímabili 2010, en þriggja prósenta samdráttur miðað við annan ársfjórðung þessa árs.
 
Allar frekari upplýsingar um afkomu Alcoa er hægt að nálgast hér (á ensku)