Áfram

12. júlí 2011
Hagnaður jókst um 138 prósent og sala um 27 prósent á öðrum ársfjórðungi

Tekjur af reglulegri starfsemi Alcoa á öðrum ársfjórðungi þessa árs námu 326 milljónum dollara og jukust um 138 prósent miðað við sama tímabil 2010. Vörusala nam 6,6 milljörðum dala og jókst um 27 prósent á sama tímabili. Vörusalan á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var 11 prósentum meiri en á sama tímabili 2010.

„Við erum mjög ánægð með afkomuna á þessum tveimur ársfjórðungum, sem skila góðum tekjum og vaxandi sölu,“ sagði stjórnarformaður og forstjóri Alcoa, Klaus Kleinfeld. „Starfsfólk okkar um allan heim skilar frábæru starfi þar sem stöðug endurskoðun og nýsköpun á sér stað með tilliti til síbreytilegra þarfa viðskiptavina okkar.“
 
Þrátt fyrir að efnahagsbati heimsins sé ójafn telur Kleinfeld útlitið gott fyrir Alcoa og áliðnaðinn í heild. „Eftirspurn eftir áli fer vaxandi og sömuleiðis tekjur okkar á helstu mörkuðum,“ sagði Kleinfeld, sem býst við að eftirspurn eftir áli aukist um 12 prósent á þessu ári og hafi tvöfaldast frá núverandi eftirspurn árið 2020.
 
Með því að smella hér getur þú lesið fréttatilkynningu Alcoa í heild (á ensku).


Kynning á útkomu annars ársfjórðungsskoða kynningarmyndband