Áfram

25. febrúar 2011
Fjarðabyggð tekjuhæst stærri sveitarfélaga

Fjarðabyggð hefur tekið fram úr Garðabæ sem hið tekjuhæsta af stærri sveitarfélögum landsins miðað við íbúafjölda. Stórfyrirtæki vega þungt í tekjunum að því er fram kemur í fréttaskýringu Fréttablaðsins fimmtudaginn 24. febrúar.

Meðaltekjur á hvern íbúa í Fjarðabyggð nema 537.150 krónum samkvæmt tölum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir árið 2010. Undanfarin ár hefur Garðabær verið með hæstu tekjur sveitarfélaga miðað við íbúafjölda en Fjarðabyggð hefur nú náð efsta sætinu. Tekjur Fjarðabyggðar hafa aukist á undanförnum árum, m.a. með tilkomu álvers Fjarðaáls á Reyðarfirði að því er fram kemur í Fréttablaðinu. Til samanburðar má nefna að Reykjavík er í sjötta sæti listans en meðaltekjur á hvern íbúa þar eru 486.427 krónur.
 
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að sveitarfélagið njóti góðs af því að hafa sterk fyrirtæki, svo sem álverið, sjávarútvegsfyrirtæki og ýmiss önnur fyrirtæki sem borga fasteignaskatta. 
 
Hér má sjá fréttaskýringu Fréttablaðsins í heild sinni.