Áfram

11. janúar 2011
Hagnaður á fjórða ársfjórðungi

Alcoa, móðurfélag Fjarðaáls, skilaði 258 milljónum Bandaríkjadala hagnaði á fjórða ársfjórðungi 2010 sem samsvarar 30,5 milljörðum íslenskra króna. Þetta er mesti hagnaður Alcoa á einum ársfjórðungi frá því á þriðja fjórðungi ársins 2008. Á sama tímabili í fyrra var 277 milljón dala tap á rekstri fyrirtækisins.

Síðustu níu mánuði hefur fyrirtækið skilað hagnaði eftir taprekstur árið 2009 og á fyrsta ársfjórðungi 2010. Á öðrum ársfjórðungi 2010 skilaði Alcoa 137 milljónum dala í hagnað og á þeim þriðja var hagnaðurinn 61 milljón dala.
 
„Þetta eru mjög góðar niðurstöður fyrir Alcoa. Við höfum farið fram úr væntingum okkar og spám og höldum áfram að styrkja forsendur fyrir áframhaldandi vexti fyrirtækisins," segir Klaus Kleinfeld, forstjóri Alcoa.
 
„Við höfum skilað meira rekstrarfé en nokkru sinni áður í sögu fyrirtækisins. Við höfum náð að styrkja enn frekar eiginfjárstöðu fyrirtækisins, auka tekjur þess og greiða niður skuldir. Á árinu 2011 gerum við ráð fyrir að álverð hækki um 12 prósent ofan á 13 prósenta hækkun á síðasta ári. Markaðir eru að styrkjast jafnt og þétt og við erum í mjög góðri stöðu til að ná forskoti á þeim. Þannig eflum við virði fyrirtækisins og hluthafa þess,“ segir Kleinfeld ennfremur.
 
Sé litið til ársins 2010 í heild námu tekjur Alcoa 21 milljarði dala en þær námu 18,4 milljörðum dala árið 2009