Áfram

23. febrúar 2011
125 ár frá áluppgötvun Charles Martin Hall

Merkileg tímamót í iðnaðarsögu heimsins urðu fyrir 125 árum, nánar tiltekið í lok febrúar árið 1886, þegar bandarískur háskólanemi, Charles Martin Hall, sendi rafstraum í gegnum bráðnaða krýólít-súrálslausn. Afurðin varð kubbur sem Charles molaði niður með hamri. Hann var þá með í höndunum litlar kúlur úr hreinu áli. Þar með var kominn lykillinn að álframleiðslu eins og við þekkjum hana nú.

Charles Martin Hall var aðeins 22 ára þegar gerði þessa merku uppgötvun og hún varð til þess að hann stofnaði árið 1888 álfyrirtækið Pittsburgh Reduction Company. Nokkrum arum síðar var nafni fyrirtækisins breytt í Alcoa Inc.
 
Ál er nú uppistaðan í óteljanlegum fjölda framleiðsluvara, jafnt stórum sem smáum, m.a. byggingum, bílum, flugvélum, neytenda- og matvælaumbúðum og reiðhjólum.
 
Hinn ungi Charles hafði unnið myrkranna á milli ásamt Juliu Hall, systur sinni, í litlum timburkofa í garðinum heima hjá þeim í Ohio við tilraunir sem að lokum leiddu til þess að leið fannst til að framleiða ál á nýjan og byltingarkenndan hátt. Charles trúði því að ef honum tækist að finna vatnslausan vökva sem gæti leyst upp áloxíð, myndi hann geta skilið málminn frá efninu með rafgreiningu. Þessi uppgötvun leiddi til þess að Alcoa hefur komið að fjölmörgum sögulegra nýjunga í álheiminum og rutt brautina fyrir ný framleiðslufyrirtæki um allan heim, þ.m.t. Alcoa Fjarðaál á Íslandi.
 
Árið 1903 notuðu Wright-bræður ál frá Alcoa í 13 hestafla mótor Kitty Hawk flugvélar sinnar í fyrstu flugferð mannkynnsögunnar.
 
Í tilefni þessara merku tímamóta í iðnsögunni ætlar Alcoa Inc. að minnast uppfinningar Charles Martin Hall með fjölmörgum uppákomum víða um lönd. Alcoa ætlar m.a. að gróðursetja tré á 125 stöðum um allan heim til að fagna afmælinu.
 


Myndband


Sjáðu fróðlegt myndskeið um eiginleika álsins.
skoða myndband


Sagan


Skoðið sögu álsins.
fara á síðu um sögu áls