Áfram

4. september 2009
Alcoa í sjálfbærnivísitölu Dow Jones, áttunda árið í röð

Í gær var greint frá því að Alcoa sé hluti af sjálfbærnivísitölu Dow Jones, áttunda árið í röð. Val á fyrirtækjum í vísitöluna er byggt á mati frammistöðu fyrirtækja í umhverfis-, félags- og efnahagsmálum.

Ýmsir þættir eru metnir við val fyrirtækja, en meðal þeirra má nefna áhættustjórnun, vörumerkjaþróun, aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, kröfur til birgja og starfsmannastefnu.
 
Meðal þess sem hæst bar í viðleitni Alcoa til að auka sjálfbærni á árinu 2008 má nefna:
 
  • Fyrirtækinu tókst að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 36% frá árinu 1990.
  • Um 90% starfsstöðva Alcoa um allan heim hafa virka samfélagsstefnu og fyrirtækið stefnir að 100% þáttöku árið 2010.
  • Alcoa var í sjötta sæti á árlegum lista Covalence um siðferði alþjóðlegra fyrirtækja.
 
Byrjað var að reikna út sjálfbærnivísitölur Dow Jones árið 1999 og var það í fyrsta skipti sem farið var að meta starfsemi fyrirtækja um víða veröld á mælikvarða sjálfbærni.