Áfram

28. nóvember 2008
Skipulagsstofnun fellst á frummatsskýrslu vegna álvers á Bakka

Í samræmi við 8. grein laga um mat á umhverfisáhrifum hefur Skipulagsstofnun farið yfir framlagða tillögu Alcoa að matsáætlun vegna álvers á Bakka við Húsavík, ásamt þeim umsögnum og athugasemdum sem bárust stofnuninni.

Skipulagsstofnun fellst á tillögu að matsáætlun með þeim viðbótum sem komið hafa fram hjá Alcoa og með nokkrum athugasemdum. Lesa má um ákvörðun Skipulagsstofnunar á vef stofnunarinnar
http://www.skipulag.is/focal/webguard.nsf/key2/rkrr7kndnt.html

Forsvarsmenn Alcoa eru ánægðir með þessa niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Hún staðfestir að vel hefur verið staðið að gerð matsáætlunarinnar og gerir kleift að vinna áfram af fullum krafti að mati á umhverfisáhrifum álvers á Bakka.

Rétt er að taka fram að ákvörðunin snýr eingöngu að mati á 
umhverfisáhrifum vegna álvers. Síðar er að vænta matsáætlunar vegna  sameiginlegs mats á umhverfisáhrifum álvers, Þeistareykjavirkjunar, stækkunar Kröflu og raflína frá Kröflu og Þeistareykjum til Bakka.