Áfram

26. ágúst 2008
Til hamingju Ísland!

Eins og alþjóð veit stóðu strákarnir okkar sig frábærlega á Ólympíuleikunum í Beijing í Kína. Aldrei áður hefur svo lítil þjóð fagnað verðlaunum í liðaíþrótt á Ólympíuleikum. 

Árangur íslenska liðsins hefur vakið verðskuldaða athygli og silfurverðlaun strákanna okkar marka, ekki bara stæstga atburð íslenskrar íþróttasögu, heldur einnig stórviðburð í alþjóðlegum íþróttaheimi.

Strákarnir hafa sýnt að jafnvel hið ómögulega er mögulegt með dugnaði, samheldni, sjálfstrausti og gleði í farteskinu. Árangur þeirra mun verða Íslendingum fyrirmynd um ókomin ár.
 
Í kjölfar þessa frábæra árangurs hefur Alcoa Fjarðaál gengið í lið með fjölmörgum öðrum íslenskum fyrirtækjum og ákveðið að styrkja Íslenska handknattleikssambandið til að standa straum af kostnaði við för á Ólympíuleikana og til að efla íþróttina enn frekar hér á landi.