Áfram

1. nóvember 2007
Starfsmenn Alcoa Fjarðaáls leggja hönd á plóg

Starfsmenn Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði lögðu hönd á plóg laugardaginn 20. október og 27. október og unnu að ýmsum verkefnum í þágu samfélagsins. Í október hafa starfsmenn Alcoa um allan heim sinnt sjálfboðavinnu og lagt góðum málefnum lið.

Starfsmenn Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði lögðu hönd á plóg laugardagana 20. og 26. október og unnu að ýmsum verkefnum í þágu samfélagsins. Í október hafa starfsmenn Alcoa um allan heim sinnt sjálfboðavinnu og lagt góðum málefnum lið.
 
Á Reyðarfirði merktu starfsmenn Fjarðaáls göngu- og hjólreiðastíga, málaðu gangbrautir, endurbættu girðingar og fleira við lóð grunnskólans í bænum. Annar hópur starfsmanna fegraði umhverfið með því að týna rusl frá vinnubúðum að Hólmanesi.
Á Eskifirði gróðursettu starfsmenn tré sem Fjarðabyggð lagði til, og munu með tíð og tíma setja skemmtilegan svip á umhverfi golfvallarins.
 
Á Egilsstöðum lögðu starfsmenn Alcoa hönd á plóg við endurbætur á húsnæði geðræktarstöðvarinnar Kompunnar. Anne Kampp leirlistakona hefur fengið aðstöðu í húsnæðinu hjá Fljótsdalshéraði til að setja á laggirnar verkstæði og halda námskeið fyrir aldraða, öryrkja, geðfatlaða o.fl. Starfsmenn Fjarðaáls, ásamt mökum og börnum, gerbreyttu húsnæðinu fyrir listakonuna sem kunni þeim miklar þakkir fyrir. Einnig aðstoðuðu sjálfboðaliðar nýstofnað skátafélag við að leggja göngustíga og taka til á útivistarsvæði félagsins.
 
Í október ár hvert stendur Alcoa fyrir alþjóðlegum þjónustumánuði um allan heim þar sem starfsmenn eru hvattir til að leggja frjálsum félagasamtökum og opinberum þjónustustofnunum í nágrannabyggðum fyrirtækisins lið.  Starfsmennirnir vinna þá að ákveðnum verkefnum sem hafa að markmiði að bæta lífsgæði þeirra sem búa á starfssvæðum Alcoa. Einnig geta starfsmenn sótt styrki til þeirra verkefna sem þeir vinna að í Alcoa –samfélagssjóðinn. Þetta er annað árið sem starfsmenn Fjarðaáls vinna að slíkum verkefnum í október.